Viðskipti innlent

Afkoma hins opinbera heldur áfram að batna

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,4 milljarða króna á 3. ársfjórðungi ársins sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hún var neikvæð um 14,4 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Tekjuhallinn nam 1,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 4,5% af tekjum hins opinbera.

Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 29 milljarða króna eða 2,3% af landsframleiðslu þess tímabils. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 46 milljarða króna á sama tíma í fyrra eða 3,8% af landsframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×