Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun, en sá fundur er jafnframt síðasti vaxtaákvörðunarfundur nefndarinnar á árinu.

Meginforsenda spárinnar er að verðbólgan hafi þróast í takt við grunnspá Seðlabankans, hægt hafi á hagvextinum og að krónan hafi aðeins styrkst frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi, að því er segir í Morgunkorni greiningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×