Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn heldur að róast Heldur hefur róast um á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðarins eins og yfirleitt gerist þegar helsti sumarleyfatíma landsmanna fer í gang. 9.7.2012 11:06 Frönsk leikfangakeðja vill kaupa Hamley's Frönsk leikfangakeðja er í samningaviðræðum um að kaupa hinar sögufrægu bresku leikfangaverslanir Hamley's af slitastjórn Landsbankans fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði 12 milljarða króna. Hamley's var áður í eigu Baugs Group áður en fyrirtækið fór í þrot. 9.7.2012 10:05 Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í júní Icelandair flutti 246 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning var 15% á milli ára. 9.7.2012 08:04 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 211 milljarða í júní Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði verulega í júní eða um rúmlega 211 milljarða króna miðað við stöðuna í maí. 9.7.2012 06:41 Kreppan búin en of mikið atvinnuleysi og of lítil fjárfesting Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. 8.7.2012 14:22 Ísland kannski fyrirmynd fyrir Breta Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. 6.7.2012 21:51 Bréf Icelandair hækkuðu Gengi bréfa Icelandair hækkaði um tæpt prósent í dag. Í lok dags er skráningargengi bréfanna 6,83 en velta dagsins var rúmar 56 milljónir með bréfin. 6.7.2012 21:23 Selja íslenskt hugvit fyrir milljarð Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. 6.7.2012 15:46 Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir,“ að því er segir í tilkynningu frá CCP. 6.7.2012 14:46 Mikil umsvif á íbúðamarkaði Samtals var 490 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní og nam veltan 14,9 milljörðum króna samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands og greiningadeild Íslandsbanka greinir frá. 6.7.2012 11:26 Arion banki hefði átt að skipta Högum upp í fleiri fyrirtæki Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. 6.7.2012 11:13 Bréf Regins hækkuðu í dag Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað fyrr í þessari viku, hækkaði um 1.54 prósent í dag. Velta með bréfin nam 24.4 milljónum. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 8.59. 5.7.2012 20:32 Hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða að eignast TM Hópur fjárfesta sem samanstendur meðal annars af Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Almenna lífeyrisjsóðnum er langt kominn með að ganga frá kaupum á Tryggingamiðstöðinni af Stoðum, áður FL Group. Á annan tug milljarða króna gætu fengist fyrir félagið, sem er eitt stærsta tryggingafyrirtæki landsins. 5.7.2012 18:30 Ríkið sker upp herör gegn skattasvindli í ferðaiðnaði Ríkisskattstjóri mun á næstunni hefja átak í tekjuskráningu í samstarfi við ASÍ og SA þar sem sérstaklega verður horft til ferðamannageirans. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson en með átakinu á að taka á svartri atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði. 5.7.2012 17:00 Ráðuneytið tekur undir athugasemdir ESA Efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til að bregðast við athugasemdum ESA um að Íslendingar þurfi að efla löggjöf sína sem varðar innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. 5.7.2012 16:44 Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ 5.7.2012 13:00 Unnur skipuð forstjóri FME Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 5.7.2012 12:03 Smærri fjármálafyrirtæki fái aðgang að þjónustu Reiknistofnunnar Ný og smærri fjármálafyrirtæki skulu eiga fullan aðgang að öllum kerfum og þjónustu Reiknistofunnar á sömu forsendum og eigendur hennar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í ákvörðuninni eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að eigendur Reiknistofnunar bankanna geti haldið rekstrinum áfram. Í hópi stærstu eigenda hennar eru viðskiptabankarnir þrír langstærstir. Þetta er tryggt með skilyrðum um aðgangsreglur, verðskrá, bann við ómálefnalegum hindrunum eða mismunun og trúnað í umsóknarferli. 5.7.2012 11:55 Umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðaþjónustunnar Ætla verður að umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustugeiranum sé um 10-12 milljarðar króna á ársgrundvelli hið minnsta. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. 5.7.2012 09:59 Önnur olíufélög bjóða 15 króna afslátt í dag Olíuverzlun Íslands og ÓB-Ódýrt bensín bjóða 15 kr. afslátt af eldsneyti í dag það er af bæði bensín og dísilolíu. Atlantsolía mun einnig bjóða sínum viðskiptavinum sama afslátt. 5.7.2012 09:26 Hagstofan spáir 2,8% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að hagvöxtur á landinu nemi 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta. 5.7.2012 09:09 N1 lækkar verð á bensíni og dísil um 15 krónur tímabundið Verðið á bensín- og dísilllítranum lækkar tímabundið í dag hjá N1 um fimmtán krónur í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina og gildir lækkunin til miðnættis í dag, 5. júlí. 5.7.2012 07:05 Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 15% í maí Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Þetta er 15% aukning á milli ára. 5.7.2012 09:12 Fjöldi fasteignakaupa jókst um 32% milli ára í júní Fjöldi fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp 32% milli ára í júní á höfuðborgarsvæðinu. Veltan jókst um tæpt 41% á milli ára. 5.7.2012 07:54 Töluvert dró úr veltu með gjaldeyri í júní Töluvert dró úr veltunni á gjaldeyrismarkaðinum í júní s.l. miðað við fyrri mánuð. Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam tæpum 11,4 milljörðum kr. í júní sem er 29% minni velta en í maí. 5.7.2012 06:46 Eignir lífeyrissjóða komnar í 2.241 milljarð Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.241 milljarði kr. í lok maí s.l.. Hrein eign hafði þar með hækkað um tæpa 4 milljarða kr. frá apríl eða um 0,2%. Þetta kemur fram í hagstölum Seðlabankans. 5.7.2012 06:44 Iceland Express neitar ásökunum Wow Air Iceland Express harðneitar því að hafa stundað viðskiptanjósnir með hlerun á svokallaðri Tetra-rás sem Wow Air hefur notað á Keflavíkurflugvelli. Bendir fyrirtækið á að umræddri rás hafi verið úthlutað til Iceland Express af rekstraraðila Tetra-talstöðvakerfisins. 5.7.2012 05:00 Lífeyrissjóðir í opinberri ábyrgð tifandi tímasprengja Neikvæð staða lífeyrissjóðanna, sem eru með opinberri ábyrgð, er eins og tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð. Lífeyrisgreiðslur til þeirra sem eiga rétt í lífeyrissjóðum, þar sem engin opinber ábyrgð er, hafa verið skertar um 130 milljarða króna frá hruni, á meðan lífeyrir flestra opinberra starfsmanna hefur ekkert skerst. 4.7.2012 18:30 Þurfum að herða lög gegn innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun Ísland þarf að herða lög sem ætlað er að koma í veg fyrir innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag. 4.7.2012 15:55 Styrkjakerfi til kvikmyndagerðar framlengt til 2016 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag tillögur íslenskra stjórnvalda um breytingar á ríkisaðstoð veittri vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 4.7.2012 15:25 Ríkið þarf að endurheimta aðstoð frá Verne Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að biðja íslenska ríkið um að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá Verne gagnaveri. Jafnframt var komist að niðurstöðu um að orkukaupasamningur og lóðaleigusamningur Verne við Landsvirkjun fælu ekki í sér ríkisaðstoð. 4.7.2012 14:56 Thor Data Center tapaði 180 milljónum Thor Data Center, sem á og rekur gagnaver í Hafnarfirði, tapaði 180,2 milljónum króna í fyrra. Það er heldur meira en fyrirtækið tapaði á árinu 2010 þegar tapið nam 145,9 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi Thor Data Center sem skilað var inn til ársreikningaskráar í lok maí síðastliðins. 4.7.2012 15:00 Seðlabanki þarf ekki að upplýsa um virðið Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót. 4.7.2012 14:00 Í pínulítilli útrás með Rollersigns Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. 4.7.2012 13:00 Greiddi Deutsche Bank 35 milljarða Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, endurgreiddi þýska bankarisanum Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við hann um miðjan mars síðastliðinn. Engin ný lán voru tekin vegna greiðslunnar að sögn Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, stjórnarformanns Lýsingar. 4.7.2012 10:45 Draga þarf úr halla lífeyrissjóðakerfisins Íslenska lífeyrissjóðakerfið er öflugt en glímir þó við ákveðna veikleika. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem kynnti samantekt á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir fjölmiðlum á skrifstofu sinni í turninum við Höfðatorg í gær. Þá hvetur FME til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur. 4.7.2012 10:00 Gríðarleg tækifæri framundan Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Mannvit átti mjög gott rekstrarár á síðasta ári. Velta fyrirtækisins var 8,7 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 1,1 milljarður króna. Hagnaður þess var 751 milljón króna. 4.7.2012 09:30 Arion banki selur dótturfélag Fram Foods Fram Foods, sem er í eigu Eignabjargs, hefur í dag selt dótturfélag sitt Boyfood Oy í Finnlandi til finnska félagsins Felix Abba Oy. Í fyrra námu tekjur Boyfood um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa um 56 manns. Heildarvirði viðskiptanna nemur 9,6 milljónum evra eða rúmlega 1,5 milljarði kr. 4.7.2012 09:13 Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða í fyrra Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. 4.7.2012 09:08 Vöruskiptin hagstæð um 4,8 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní s.l. nam útflutningur 51,9 milljörðum króna og innflutningur 47,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. 4.7.2012 09:04 Gott efnahagsástand eykur bjartsýni meðal Íslendinga Íslenskir neytendur hafa ekki verið bjartsýnni frá því fyrir hrun. Þetta sýnir væntingavísitala Capacent Gallup. 4.7.2012 06:59 Engar hópuppsagnir í júní, aðeins ein frá áramótum Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunnar í júní síðastliðnum. Þar með hefur aðeins verið tilkynnt um eina hópuppsögn til stofnunarinnar frá áramótum en það var í febrúar. 4.7.2012 06:26 Hagnaður 365 var 250 milljónir Rekstur 365 miðla ehf. skilaði hagnaði fyrir árið 2011 sem nemur 250 milljónum króna, eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir rekstur ársins ásættanlegan í ljósi efnahagsumhverfis. 365 miðlar gefa út Fréttablaðið ásamt því að starfrækja Stöð 2, Vísi.is, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla. 4.7.2012 04:30 FME: Neikvæð staða lífeyrissjóða nemur 700 milljörðum Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum. 3.7.2012 19:42 Reginn hækkar um 1,83 prósent Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin, sem tekin voru til viðskipta í Kauphöll Íslands í gær, hækkaði um 1,83 prósent í viðskiptum dagins og er gengið nú 8,35. Upphafsgengið í gær var 8,2. 3.7.2012 16:27 Sjá næstu 50 fréttir
Fasteignamarkaðurinn heldur að róast Heldur hefur róast um á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðarins eins og yfirleitt gerist þegar helsti sumarleyfatíma landsmanna fer í gang. 9.7.2012 11:06
Frönsk leikfangakeðja vill kaupa Hamley's Frönsk leikfangakeðja er í samningaviðræðum um að kaupa hinar sögufrægu bresku leikfangaverslanir Hamley's af slitastjórn Landsbankans fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði 12 milljarða króna. Hamley's var áður í eigu Baugs Group áður en fyrirtækið fór í þrot. 9.7.2012 10:05
Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í júní Icelandair flutti 246 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning var 15% á milli ára. 9.7.2012 08:04
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 211 milljarða í júní Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði verulega í júní eða um rúmlega 211 milljarða króna miðað við stöðuna í maí. 9.7.2012 06:41
Kreppan búin en of mikið atvinnuleysi og of lítil fjárfesting Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. 8.7.2012 14:22
Ísland kannski fyrirmynd fyrir Breta Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. 6.7.2012 21:51
Bréf Icelandair hækkuðu Gengi bréfa Icelandair hækkaði um tæpt prósent í dag. Í lok dags er skráningargengi bréfanna 6,83 en velta dagsins var rúmar 56 milljónir með bréfin. 6.7.2012 21:23
Selja íslenskt hugvit fyrir milljarð Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. 6.7.2012 15:46
Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir,“ að því er segir í tilkynningu frá CCP. 6.7.2012 14:46
Mikil umsvif á íbúðamarkaði Samtals var 490 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní og nam veltan 14,9 milljörðum króna samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands og greiningadeild Íslandsbanka greinir frá. 6.7.2012 11:26
Arion banki hefði átt að skipta Högum upp í fleiri fyrirtæki Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. 6.7.2012 11:13
Bréf Regins hækkuðu í dag Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað fyrr í þessari viku, hækkaði um 1.54 prósent í dag. Velta með bréfin nam 24.4 milljónum. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 8.59. 5.7.2012 20:32
Hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða að eignast TM Hópur fjárfesta sem samanstendur meðal annars af Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Almenna lífeyrisjsóðnum er langt kominn með að ganga frá kaupum á Tryggingamiðstöðinni af Stoðum, áður FL Group. Á annan tug milljarða króna gætu fengist fyrir félagið, sem er eitt stærsta tryggingafyrirtæki landsins. 5.7.2012 18:30
Ríkið sker upp herör gegn skattasvindli í ferðaiðnaði Ríkisskattstjóri mun á næstunni hefja átak í tekjuskráningu í samstarfi við ASÍ og SA þar sem sérstaklega verður horft til ferðamannageirans. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson en með átakinu á að taka á svartri atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði. 5.7.2012 17:00
Ráðuneytið tekur undir athugasemdir ESA Efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til að bregðast við athugasemdum ESA um að Íslendingar þurfi að efla löggjöf sína sem varðar innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. 5.7.2012 16:44
Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ 5.7.2012 13:00
Unnur skipuð forstjóri FME Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 5.7.2012 12:03
Smærri fjármálafyrirtæki fái aðgang að þjónustu Reiknistofnunnar Ný og smærri fjármálafyrirtæki skulu eiga fullan aðgang að öllum kerfum og þjónustu Reiknistofunnar á sömu forsendum og eigendur hennar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í ákvörðuninni eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að eigendur Reiknistofnunar bankanna geti haldið rekstrinum áfram. Í hópi stærstu eigenda hennar eru viðskiptabankarnir þrír langstærstir. Þetta er tryggt með skilyrðum um aðgangsreglur, verðskrá, bann við ómálefnalegum hindrunum eða mismunun og trúnað í umsóknarferli. 5.7.2012 11:55
Umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðaþjónustunnar Ætla verður að umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustugeiranum sé um 10-12 milljarðar króna á ársgrundvelli hið minnsta. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. 5.7.2012 09:59
Önnur olíufélög bjóða 15 króna afslátt í dag Olíuverzlun Íslands og ÓB-Ódýrt bensín bjóða 15 kr. afslátt af eldsneyti í dag það er af bæði bensín og dísilolíu. Atlantsolía mun einnig bjóða sínum viðskiptavinum sama afslátt. 5.7.2012 09:26
Hagstofan spáir 2,8% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að hagvöxtur á landinu nemi 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta. 5.7.2012 09:09
N1 lækkar verð á bensíni og dísil um 15 krónur tímabundið Verðið á bensín- og dísilllítranum lækkar tímabundið í dag hjá N1 um fimmtán krónur í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina og gildir lækkunin til miðnættis í dag, 5. júlí. 5.7.2012 07:05
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 15% í maí Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Þetta er 15% aukning á milli ára. 5.7.2012 09:12
Fjöldi fasteignakaupa jókst um 32% milli ára í júní Fjöldi fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp 32% milli ára í júní á höfuðborgarsvæðinu. Veltan jókst um tæpt 41% á milli ára. 5.7.2012 07:54
Töluvert dró úr veltu með gjaldeyri í júní Töluvert dró úr veltunni á gjaldeyrismarkaðinum í júní s.l. miðað við fyrri mánuð. Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam tæpum 11,4 milljörðum kr. í júní sem er 29% minni velta en í maí. 5.7.2012 06:46
Eignir lífeyrissjóða komnar í 2.241 milljarð Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.241 milljarði kr. í lok maí s.l.. Hrein eign hafði þar með hækkað um tæpa 4 milljarða kr. frá apríl eða um 0,2%. Þetta kemur fram í hagstölum Seðlabankans. 5.7.2012 06:44
Iceland Express neitar ásökunum Wow Air Iceland Express harðneitar því að hafa stundað viðskiptanjósnir með hlerun á svokallaðri Tetra-rás sem Wow Air hefur notað á Keflavíkurflugvelli. Bendir fyrirtækið á að umræddri rás hafi verið úthlutað til Iceland Express af rekstraraðila Tetra-talstöðvakerfisins. 5.7.2012 05:00
Lífeyrissjóðir í opinberri ábyrgð tifandi tímasprengja Neikvæð staða lífeyrissjóðanna, sem eru með opinberri ábyrgð, er eins og tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð. Lífeyrisgreiðslur til þeirra sem eiga rétt í lífeyrissjóðum, þar sem engin opinber ábyrgð er, hafa verið skertar um 130 milljarða króna frá hruni, á meðan lífeyrir flestra opinberra starfsmanna hefur ekkert skerst. 4.7.2012 18:30
Þurfum að herða lög gegn innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun Ísland þarf að herða lög sem ætlað er að koma í veg fyrir innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag. 4.7.2012 15:55
Styrkjakerfi til kvikmyndagerðar framlengt til 2016 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag tillögur íslenskra stjórnvalda um breytingar á ríkisaðstoð veittri vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 4.7.2012 15:25
Ríkið þarf að endurheimta aðstoð frá Verne Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að biðja íslenska ríkið um að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá Verne gagnaveri. Jafnframt var komist að niðurstöðu um að orkukaupasamningur og lóðaleigusamningur Verne við Landsvirkjun fælu ekki í sér ríkisaðstoð. 4.7.2012 14:56
Thor Data Center tapaði 180 milljónum Thor Data Center, sem á og rekur gagnaver í Hafnarfirði, tapaði 180,2 milljónum króna í fyrra. Það er heldur meira en fyrirtækið tapaði á árinu 2010 þegar tapið nam 145,9 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi Thor Data Center sem skilað var inn til ársreikningaskráar í lok maí síðastliðins. 4.7.2012 15:00
Seðlabanki þarf ekki að upplýsa um virðið Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót. 4.7.2012 14:00
Í pínulítilli útrás með Rollersigns Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. 4.7.2012 13:00
Greiddi Deutsche Bank 35 milljarða Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, endurgreiddi þýska bankarisanum Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við hann um miðjan mars síðastliðinn. Engin ný lán voru tekin vegna greiðslunnar að sögn Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, stjórnarformanns Lýsingar. 4.7.2012 10:45
Draga þarf úr halla lífeyrissjóðakerfisins Íslenska lífeyrissjóðakerfið er öflugt en glímir þó við ákveðna veikleika. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem kynnti samantekt á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir fjölmiðlum á skrifstofu sinni í turninum við Höfðatorg í gær. Þá hvetur FME til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur. 4.7.2012 10:00
Gríðarleg tækifæri framundan Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Mannvit átti mjög gott rekstrarár á síðasta ári. Velta fyrirtækisins var 8,7 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 1,1 milljarður króna. Hagnaður þess var 751 milljón króna. 4.7.2012 09:30
Arion banki selur dótturfélag Fram Foods Fram Foods, sem er í eigu Eignabjargs, hefur í dag selt dótturfélag sitt Boyfood Oy í Finnlandi til finnska félagsins Felix Abba Oy. Í fyrra námu tekjur Boyfood um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa um 56 manns. Heildarvirði viðskiptanna nemur 9,6 milljónum evra eða rúmlega 1,5 milljarði kr. 4.7.2012 09:13
Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða í fyrra Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. 4.7.2012 09:08
Vöruskiptin hagstæð um 4,8 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní s.l. nam útflutningur 51,9 milljörðum króna og innflutningur 47,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. 4.7.2012 09:04
Gott efnahagsástand eykur bjartsýni meðal Íslendinga Íslenskir neytendur hafa ekki verið bjartsýnni frá því fyrir hrun. Þetta sýnir væntingavísitala Capacent Gallup. 4.7.2012 06:59
Engar hópuppsagnir í júní, aðeins ein frá áramótum Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunnar í júní síðastliðnum. Þar með hefur aðeins verið tilkynnt um eina hópuppsögn til stofnunarinnar frá áramótum en það var í febrúar. 4.7.2012 06:26
Hagnaður 365 var 250 milljónir Rekstur 365 miðla ehf. skilaði hagnaði fyrir árið 2011 sem nemur 250 milljónum króna, eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir rekstur ársins ásættanlegan í ljósi efnahagsumhverfis. 365 miðlar gefa út Fréttablaðið ásamt því að starfrækja Stöð 2, Vísi.is, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla. 4.7.2012 04:30
FME: Neikvæð staða lífeyrissjóða nemur 700 milljörðum Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum. 3.7.2012 19:42
Reginn hækkar um 1,83 prósent Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin, sem tekin voru til viðskipta í Kauphöll Íslands í gær, hækkaði um 1,83 prósent í viðskiptum dagins og er gengið nú 8,35. Upphafsgengið í gær var 8,2. 3.7.2012 16:27
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur