Viðskipti innlent

Bréf Regins hækkuðu í dag

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað fyrr í þessari viku, hækkaði um 1.54 prósent í dag. Velta með bréfin nam 24.4 milljónum. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 8.59.

Þá hækkaði einnig gengi bréfa Haga um 0.27 prósent og nam veltan tæpum 54 milljónum króna. Verð bréfa félagsins var 18.25.

Gengi bréfa Iceland Air og Marel hækkuðu einnig í dag. Hækkunin nam 1.5 prósent hjá Iceland Air en veltan var tæplega 131 milljón í dag. Skráningargengi bréfanna í lok dags er 6.79.

Velta með bréf Marels nam tæpum 32 milljónum. Gengi bréfa félagsins var 159 og hækkuðu bréfin um 1.6 prósent.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á viðskiptavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×