Viðskipti innlent

Gott efnahagsástand eykur bjartsýni meðal Íslendinga

Íslenskir neytendur hafa ekki verið bjartsýnni frá því fyrir hrun. Þetta sýnir væntingavísitala Capacent Gallup.

Vísitalan fyrir júní mánuð mældist 79,9 stig sem er hæsta gildi vísitölunnar frá hruni en leita þarf aftur til maí 2008 til að finna hærra gildi. Vísitalan hækkar um 6,6 stig frá fyrri mánuði og er 14,5 stigum hærri en á sama tíma í fyrra.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka og þar segir að það sem valdi þessari auknu bjartsýni meðal Íslendinga sé einkum gott efnahagsástand á landinu sem og líkur á að það fari enn batnandi.

Greiningin nefnir að krónan hefur styrkst um 3% frá síðustu mælingu af þessu tagi, verðbólgan er að hjaðna, atvinnuleysi er komið niður í 5,6%, störfum er að fjölga og kaupmáttur fer vaxandi. Jafnframt benda landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs til þess að hagvöxtur á fjórðungnum hafi verið mjög góður og að efnahagsbatinn haldi áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×