Arion banki hefði átt að skipta Högum upp í fleiri fyrirtæki Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2012 11:13 Bónus er eitt aðalfyrirtæki Haga. Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. Samkeppniseftirlitið greindi frá því í dag að það hyggst rannsaka viðskiptakjör birgja til ýmissa matvöruverslana. Í skýrslu, sem var gerð um síðustu áramót og liggur til grundvallar rannsóknarinnar, segir að færa megi rök fyrir því að þetta mat Samkeppniseftirlitsins um að skipta hefði átt fyrirtækjum upp eigi við um Haga og ýmis önnur fyrirtæki á öðrum mörkuðum. Taka beri þó fram að sala verslana 10-11 úr Högum á árinu 2011 hafi verið til bóta enda þótt ekki séu vísbendingar um að salan hafi í grundvallaratriðum breytt stöðu Haga á markaðnum. Eins og kunnugt er tók Arion banki Haga yfir um það leyti sem Baugur fór í þrot. Þá segir Samkeppniseftirlitið að straumhvörf hafi orðið á dagvörumarkaðnum með auknum styrk lágvöruverslana. Þannig hafi hlutur Bónuss aukist mjög mikið innan Haga en hlutur Hagkaupa minnkað að sama skapi. Hlutur Krónunnar hefur aukist hjá Kaupási en hlutur Nóatúns minnkað. „Hlutur lágvöruverðsverslana í heild var um 20% árið 1999 en hlutur þeirra var orðinn 63% árið 2010. Hlutur allra annarra tegunda dagvöruverslana hefur minnkað á sama tímabili, þó langmest hlutdeild stórmarkaða og almennra dagvöruverslana sem höfðu yfirgnæfandi hlutdeilt árið 1999, eða 62%, en 27% árið 2010. Hlutur klukkubúða minnkaði úr 16% í 8% á sama tímabili og lítilla matvörubúða úr 3% í 1%. Þessi þróun hefur verið mjög hröð en athyglisvert er að þróun í átt til aukinnar hlutdeildar lágvöruverslana stöðvaðist tímabundið á mestu hagvaxtarárunum fyrir hrun frá 2005 - 2007 og aftur á árinu 2010," segir í skýrslunni. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur að bankar hefðu átt að nýta betur tækifærið sem hrunið veitti til þess að skipta upp stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti keppinautum á mörkuðum. Slíkt hefði stuðlað að aukinni samkeppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið og aukins ávinnings fyrir bankana heldur en skammtímaviðhorf um hærra söluandvirði stærri einingar. Samkeppniseftirlitið greindi frá því í dag að það hyggst rannsaka viðskiptakjör birgja til ýmissa matvöruverslana. Í skýrslu, sem var gerð um síðustu áramót og liggur til grundvallar rannsóknarinnar, segir að færa megi rök fyrir því að þetta mat Samkeppniseftirlitsins um að skipta hefði átt fyrirtækjum upp eigi við um Haga og ýmis önnur fyrirtæki á öðrum mörkuðum. Taka beri þó fram að sala verslana 10-11 úr Högum á árinu 2011 hafi verið til bóta enda þótt ekki séu vísbendingar um að salan hafi í grundvallaratriðum breytt stöðu Haga á markaðnum. Eins og kunnugt er tók Arion banki Haga yfir um það leyti sem Baugur fór í þrot. Þá segir Samkeppniseftirlitið að straumhvörf hafi orðið á dagvörumarkaðnum með auknum styrk lágvöruverslana. Þannig hafi hlutur Bónuss aukist mjög mikið innan Haga en hlutur Hagkaupa minnkað að sama skapi. Hlutur Krónunnar hefur aukist hjá Kaupási en hlutur Nóatúns minnkað. „Hlutur lágvöruverðsverslana í heild var um 20% árið 1999 en hlutur þeirra var orðinn 63% árið 2010. Hlutur allra annarra tegunda dagvöruverslana hefur minnkað á sama tímabili, þó langmest hlutdeild stórmarkaða og almennra dagvöruverslana sem höfðu yfirgnæfandi hlutdeilt árið 1999, eða 62%, en 27% árið 2010. Hlutur klukkubúða minnkaði úr 16% í 8% á sama tímabili og lítilla matvörubúða úr 3% í 1%. Þessi þróun hefur verið mjög hröð en athyglisvert er að þróun í átt til aukinnar hlutdeildar lágvöruverslana stöðvaðist tímabundið á mestu hagvaxtarárunum fyrir hrun frá 2005 - 2007 og aftur á árinu 2010," segir í skýrslunni.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira