Viðskipti innlent

Arion banki selur dótturfélag Fram Foods

Fram Foods, sem er í eigu Eignabjargs, hefur í dag selt dótturfélag sitt Boyfood Oy í Finnlandi til finnska félagsins Felix Abba Oy. Í fyrra námu tekjur Boyfood um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa um 56 manns. Heildarvirði viðskiptanna nemur 9,6 milljónum evra eða rúmlega 1,5 milljarði kr.

Í tilkynningu segir að Boyfood sé rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kældum sjávarafurðum. Félagið framleiðir síldarafurðir undir sínu eigin vörumerki Boy og vörumerkjum samstarfsaðila. Afurðir félagsins eru seldar til stærstu verslunarkeðja Skandinavíu.

Fram Foods er að fullu í eigu Eignabjargs ehf., dótturfélags Arion banka hf. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. sá um söluferlið. Unnið er að sölu annarra dótturfélaga Fram Foods ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×