Viðskipti innlent

Styrkjakerfi til kvikmyndagerðar framlengt til 2016

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa komð til Íslands að undanförnu.
Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa komð til Íslands að undanförnu. mynd/ vilhelm.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag tillögur íslenskra stjórnvalda um breytingar á ríkisaðstoð sem veitt er vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Aðstoðarkerfi vegna kvikmyndagerðar á Íslandi var innleitt árið 1999 en í því fólst að hluti af framleiðslukostnaði fékkst endurgreiddur eftir að framleiðslu lýkur. Nú er það um 20%.

Íslensk stjórnvöld tilkynntu ESA upphaflega í desember 2011 um breytingar á aðstoðarkerfinu. Þar sem álitamál vöknuðu varðandi þessa tillögu, sendu stjórnvöld nýja tilkynningu þann 7. júní 2012.

Helstu breytingar varða þau skilyrði sem kvikmynd þarf að uppfylla til að hljóta styrk. Þá er gildistími aðstoðarkerfisins framlengdur til 31. desember 2016.

Kvikmyndir þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til að geta talist styrkhæfar samkvæmt svonefndu menningarlegu viðmiði. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að viðmiðin sem íslensk stjórnvöld leggja til grundvallar í þessu sambandi séu í samræmi við fordæmi frá ESA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Það er mat ESA að hið breytta aðstoðarkerfi samrýmist leiðbeinandi tilmælum ESA um ríkisaðstoð til gerðar kvikmynda og annarra hljóð- og myndverka og hreyfir stofnunin því ekki andmælum við innleiðingu þess.

Leiðbeinandi tilmæli um ríkisaðstoð til gerðar kvikmynda og annarra hljóð- og myndverka falla úr gildi í desember 2012 og hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að endurskoða aðstoðarkerfi vegna kvikmyndagerðar fyrir þann tíma og gera nauðsynlegar breytingar áður en nýjar reglur öðlast gildi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×