Viðskipti innlent

Engar hópuppsagnir í júní, aðeins ein frá áramótum

Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunnar í júní síðastliðnum. Þar með hefur aðeins verið tilkynnt um eina hópuppsögn til stofnunarinnar frá áramótum en það var í febrúar.

Engar slíkar uppsagnir voru tilkynntar í janúar, mars, apríl og maí. Í þeirri sem tilkynnt var í febrúar var um fyrirtæki í byggingariðnaði að ræða sem sagði upp 21 starfsmanni.

Þessi þróun er til marks um batnandi efnahagsástand á Íslandi enda sýna tölur að gjaldþrotum fyrirtækja hefur snarfækkað á milli ára og atvinnuleysið er stöðugt á niðurleið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×