Fleiri fréttir

N1 býður starfsmönnum Hyrnunnar aftur vinnu

Olíufyrirtækið N1 ætlar að reka veitingastað og vegasjoppu í Hyrnunni þar sem Samkaup voru áður. Starfsmönnum Hyrnunnar sem sagt var upp störfum í síðustu viku verður boðin vinna á veitingastað N1, að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1.

Íslendingar ekki verið bjartsýnni í mörg ár

Íslendingar eru bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag þar sem fjallað er um nýbirta væntingavísitölu Gallup.

Verslun Jóhannesar opnar 28. júlí

Iceland, verslun Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, mun opna þann 28. júlí næstkomandi í Engihjalla í Kópavogi. Að auki verður opnuð netverslun. Jóhannes segir að undirbúningur verslunarinnar gangi vel. Netverslunin mun ganga þannig fyrir sig að fólk pantar vörur á Netinu og fær þær svo sendar heim. "Þar ætla ég að vera með vörur í þyngra lagi sem fók getur pantað og fengið sendar,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi.

Umboðsmaður skuldara dregur saman seglin

Frá og með 1. september mun fækka í starfsliði umboðsmanns skuldara. Aftur mun fækka í starfsliðinu árið 2013. Umboðsmaður skuldara er því að draga saman seglin og ástæðan er sú að mun færri umsóknir um greiðsluaðlögun berast embættinu.

Segir alrangt að almenningur niðurgreiði gagnaver

Ómar Benediktsson, forstjóri Farice ehf., hafnar því með öllu að almenningur niðurgreiði þjónustu Farice við gagnaver. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði aftur á móti aðspurður í samtali við Vísi í dag líta svo á að svo væri.

Reginn stóð í stað - Bréf Össurar féllu um 2,33 prósent

Gengi bréfa Regins, á fyrsta viðskiptadegi félagsins á markai, stóð í stað í dag og var gengið 8,2 í lok dags, sem var skráningargengið. Velta með bréfin nam tæplega 40 milljónum. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 1,08 prósent og er nú 18,3. Þá hækkaði gengi bréfa Marels um 0,99 prósent og er nú 153,5. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 1,21 prósent og er nú 6,69.

Evrukreppa gæti seinkað afnámi gjaldeyrishafta

Áhrif sem kreppa í Evrópu myndi hafa á Ísland eru óljós. Hún gæti haft neikvæð áhrif á innlendan hagvöxt og frestað eitthvað afnámi gjaldeyrishafta. Litlar líkur eru aftur á móti á alvarlegum fjármálalegum óstöðugleika. Því valda vel fjármagnaðir viðskiptabankar, gjaldeyrishöft, mikiill gjaldeyrisforði og lenging lána ríkissjóðs.

Tíu starfsmönnum Hyrnunnar í Borgarnesi sagt upp

Tíu starfsmenn Samkaupa í Hyrnunni í Borgarnesi fengu uppsagnarbréf í síðustu viku. Frá þessu er greint á vefsíðu Skessuhorns. Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa sem rekið hefur Hyrnuna, segir að þetta sé gert vegna þess að leigusamningur Samkaupa við húseigendur, N1, er að renna út um næstu áramót.

"Ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver“

Í rauninni er ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver á Íslandi með því að Farice ehf. fari fram á nær þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni við símafyrirtækin. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna aðspurður um málið. „Það er alveg ljóst."

Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur

Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október.

Reginn formlega á markað

Viðskipti hófust með hlutabréf í fasteignafélaginu Reginn í dag. Reginn flokkast sem lítið félag nnan fjármálageirans. Það er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 en fyrsta félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland á þessu ári.

Toyota komið í ný húsakynni

Toyota afhenti fyrsta bílinn í nýjum höfuðstöðvum í Kauptúni 6 í Garðabæ í morgun. Björn Friðrik Svavarsson tók við lyklunum af nýjum Yaris Hybrid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi.

Viðskipti hefjast með hlutabréf Regins

Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Regins hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reginn, sem er flokkað sem lítið félag innan fjármálageirans er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu og það fyrsta sem skráð er á OMX Iceland á þessu ári.

Marel hefur vaxið 5.600-falt frá 1983

Hátæknifyrirtækið Marel fagnaði því í gær að tuttugu ár eru liðin síðan hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á hlutabréfamarkað.

Íslenskur fjárfestahópur vill hlut Alterra í HS Orku

Modum Energy og sjóðir í rekstri Stefnis, sjóðastýringafyrirtækis í eigu Arion banka, hafa gert kauptilboð í 66,6 prósenta hlut Alterra Power, sem hét áður Magma Energy, í HS Orku. Tilboðið er lagt fram í samstarfi við Arion banka sem verður þó ekki beinn eignaraðili gangi áformin upp. Til stendur að fjölga í hluthafahópnum gangi samningsviðræður vel og stefnt er að því að skrá HS Orku á hlutabréfamarkað ef af kaupunum verður.

Fréttaskýring: Vilja setja aflareglur fyrir helstu tegundir

Að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur Hafrannsóknastofnunin unnið að mótun nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu og liggja nú fyrir tillögur sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og hagsmunaaðilum.

Bara Krónan hefur lækkað

Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað í öllum mældum verslunum nema Krónunni síðan í mars. Vörukarfan hækkaði mest í Samkaup-Strax eða um 4,4 prósent.

Ísland gott dæmi um þrautseigju

"Við gengum í eina sæng með PopTech í þetta skipti sérstaklega til að kynna hugmyndina um þrautseigju, sem hefur mikið gildi einmitt um þessar mundir og mun gera áfram á 21. öldinni,“ segir Nancy Kete, framkvæmdastjóri Rockefeller-stofnunarinnar í New York, sem er helsti bakhjarl PopTech-ráðstefnunnar sem lauk í Hörpu í gær.

BSRB á móti afslætti toppa

BSRB gagnrýnir hugmyndir um að stjórnendum Eimskips verði gert kleift að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi en fengist á markaði.

Kópavogur með hærri tekjuviðmið en Reykjavík

Biðlisti eftir félagslegum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega næststystur í Kópavogi miðað við íbúafjölda. Þá er fjöldi íbúða næstmestur þar á hverja þúsund íbúa af öllum sveitarfélögum landsins.

Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu

Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun.

Ævintýri framundan í Þingeyjarsýslum

Ævintýri er að hefjast, segir bæjarstjóri Norðurþings, sem áætlar að tólf- til fimmtánhundruð manns þurfi við uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstu árum og að áttahundruð varanleg störf skapist í héraðinu. Kristján Már Unnarsson

Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir

Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi.

EVE Online væntanlegur til Kína

Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína.

Útgerðarmenn bítast vegna Vinnslustöðvarinnar

Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur.

Vörukarfan hækkar í verði hjá öllum nema Krónunni

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað þó nokkuð milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í mars og nýjustu mælingar nú um miðjan júní. Á þessu þriggja mánaða tímabili hækkaði vörukarfan frá 1.4% til 4.4% hjá öllum verslunarkeðjum nema Krónunni en þar má sjá örlitla lækkun.

"Arðgreiðslurnar varða fortíðina"

Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í gær var samþykkt að hluthafar félagsins fái greiddan arð upp á 30 prósent af nafnverði hlutafjár eða um 830 milljónir króna.

Íslenskt tilboð í hlut Alterra í HS Orku

Félag sem heitir Modum Energy og sjóðir í rekstri Stefnis í samstarfi við Arion banka hafa gert kauptilboð í eignarhlut Alterra í HS Orku. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Eigandi Modum er Alexander Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum skoðar næstu skref

„Það er í skoðun, ekkert meira um það að segja," segir Stefán B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins aðspurður um hvort vænta megi breytinga í rekstri fyrirtækisins á næstunni. Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum eru tvö stærstu úrgerðarfélög Vestmannaeyja. Vinnslustöðin tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi segja upp 41 starfsmanni og rakti ástæðurnar til frumvarps um hærri veiðileyfagjöld sem samþykkt voru á vorþingi.

Arion banki lýkur öðru útboði á sértryggðum skuldabréfum

Arion banki hf. lauk í dag öðru útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1.200 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. Stærð flokksins eftir stækkun er 2.520 milljónir.

Verðmæti framleiðsluvara jókst um 63 milljarða í fyrra

Verðmæti seldra framleiðsluvara í fyrra var 728 milljarðar króna sem er aukning um 63,1 milljarð króna eða 9,5% frá árinu 2010. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 9,2% og hefur því verðmæti seldra framleiðsluafurða aukist um 0,3% að raungildi.

Verulega dregur úr afgangi á vöruskiptum

Verulega hefur dregið úr afgangi á vöruskiptum það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu fimm mánuði árins voru fluttar út vörur fyrir 261,7 milljarða króna en inn fyrir 234,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 26,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 39,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 12,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Ellefu prófmál fá flýtimeðferð fyrir dómi

Ellefu prófmál, sem ætlað er að skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengistryggð lán, hafa verið valin og fara fyrir héraðsdóm á næstunni. Frá þessu greindi Einar Hugi Bjarnason lögmaður á fundi um fjármögnunarsamninga, sem Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu héldu í gær.

Sextíu milljóna króna verkefni

Datamarket er meðal þátttakenda í stóru rannsókna- og þróunarverkefni sem leitt er af Tækniháskólanum í Berlín og fjármagnað að stórum hluta af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins.

D3 hættir við kaup á fyrirtækinu Miði.is

D3 miðlar, dótturfélag Senu, hefur fallið frá kaupum á fyrirtækinu Miði.is. Skilyrði Samkeppniseftirlitsins gerðu kaupin óhagstæð fyrir D3 og hefðu ekki skapað þau tækifæri sem stefnt var að með kaupunum, að sögn fyrirtækisins.

Sagði upp fólki og greiddi síðan 850 milljónir í arð

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Félagið samþykkti í gærkvöldi að greiða 850 milljónir króna í arð.

Sjá næstu 50 fréttir