Viðskipti innlent

Ráðuneytið tekur undir athugasemdir ESA

BBI skrifar
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til að bregðast við athugasemdum ESA um að Íslendingar þurfi að efla löggjöf sína sem varðar innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun.

Ísland lögfesti tilskipun ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun árið 2007. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að Íslendingar hafi ekki innleitt tilskipunina með fullnægjandi hætti. ESA birti álit á heimasíðu sinni í gær þar sem fram komu tvenns konar athugasemdir við innleiðinguna. Í báðum tilvikum er um tæknileg atriði að ræða.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur fallist á álit ESA mun skrifa frumvarp sem tekur á athugasemdunum. Það verður lagt fram á Alþingi í haust og því eru litlar líkur á að ESA muni leggja málið fyrir EFTA dómstólinn, eins og stofnunin hefur heimild til ef ríki bregðast ekki við athugasemdum hennar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×