Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 4,8 milljarða í júní

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní s.l. nam útflutningur 51,9 milljörðum króna og innflutningur 47,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Þetta er mun meiri afgangur af vöruskiptum en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru hagstæð um 1,8 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×