Viðskipti innlent

Hagstofan spáir 2,8% hagvexti í ár

Hagstofan spáir því að hagvöxtur á landinu nemi 2,8% á þessu ári og 2,7% á því næsta.

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á sumri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2012 til 2017. Í henni er m.a. gert ráð fyrir því að landsframleiðsla aukist um 2,8% á þessu ári og 2,7% 2013.

Aukin einkaneysla og fjárfesting eru að baki hagvextinum. Samdráttur samneyslu hefur stöðvast en vart hægt að tala um aukningu.

Verðbólguhorfur hafa versnað, en launahækkanir umfram verðalag styðja áframhaldandi vöxt einkaneyslu. Fjárfesting er að aukast en er áfram lítil í sögulegu ljósi.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 30. mars síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×