Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn heldur að róast

Heldur hefur róast um á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðarins eins og yfirleitt gerist þegar helsti sumarleyfatíma landsmanna fer í gang.

Alls var þinglýst 92 samningum um fasteignir í borginni í síðustu viku sem er töluvert, eða 16 samningum, undir vikumeðaltalinu á síðustu þremur mánuðum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að heildarveltan hafi numið tæplega 2,75 milljörðum kr. en á undanförnum þremur mánuðum hefur veltan numið tæplega 3,3 milljörðum kr. á viku.

Af þessum 92 samningum voru 72 um eignir í fjölbýli, 17 um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×