Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Magnús Halldórsson skrifar 6. júlí 2012 14:46 Myndskot úr EVE-online. Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira