Viðskipti innlent

Ríkið sker upp herör gegn skattasvindli í ferðaiðnaði

BBI skrifar
Ferðamenn ganga frá borði skemmtiferðaskips.
Ferðamenn ganga frá borði skemmtiferðaskips. Mynd/GVA
Ríkisskattstjóri mun á næstunni hefja átak í tekjuskráningu í samstarfi við ASÍ og SA þar sem sérstaklega verður horft til ferðamannageirans. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson en með átakinu á að taka á svartri atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði.

Í fjölmiðlum hafa komið fram upplýsingar um umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðamannageirans sem veltir 10-12 milljörðum á ári hið minnsta. Átak ríkisskattstjóra mun að líkindum saxa nokkuð á það undanskot.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir að þeir sem reka svarta starfsemi í ferðaiðnaði geti átt yfir höfði sér alvarleg viðurlög fyrir brotin. Í alvarlegustu tilvikunum getur fólk lent í fangelsi en annars fær fólk fésektir sem eru í minnsta lagi tvöföld sú fjárhæð sem skotið er undan. Auk þess getur fólk átt von á að fá álag á skattinn sinn.

Í Viðskiptablaðinu í dag var ítarleg umfjöllun um neðanjarðarhagkerfi í ferðaiðnaði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×