Fleiri fréttir

Ráðherra hefur engin svör um laun bankastjórnenda

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra átti engin svör við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstri grænna um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna.

Samherji tekur upp hugbúnað frá Marel

Hugbúnaðurinn Innova frá Marel verður innleiddur við framleiðslustýringu og vinnslueftirlit hjá öllum landvinnslueiningum Samherja og völdum skipum fyrirtækisins. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku.

Fasteignamarkaðurinn kominn á svipað ról og 2008

Það sem af er ári hefur um 1.350 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er rúmlega 74% aukning frá sama tíma í fyrra og um 132% aukning frá sama tíma árið 2009.

Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða

Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði milli mánaðanna mars og apríl að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár íslands.. Á landinu í heild fækkaði þeim úr rúmlega 700 og niður í rúmlega 600 talsins. Þetta er fækkun um rúm 13%.

Hlutur einkageirans of rýr

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun.

Sveitarfélag ætlar að stefna Arion banka vegna endurútreiknings

Sveitarfélag á suðvesturhorninu ætlar að stefna Arion banka fyrir Héraðsdóm í næstu viku vegna endurútreiknings á gengisláni. Prófmál, sem getur haft víðtæk áhrif á endurútreikning á gengislánum í atvinnulífinu, segir hæstaréttarlögmaður.

Viðsnúningur hjá Kópavogsbæ, milljarður í plús

Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar á árinu 2010 var betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hún var jákvæð um 1.032 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin.

Kaupþing fær leyfi til að áfrýja í Tchenguiz málum

Áfrýjunardómstóll í Englandi hefur veitt Kaupþingi leyfi til að áfrýja niðurstöðu undirréttar í Englandi frá 16. mars 2011 þar sem frávísunarkröfum Kaupþings var hafnað í tveimur málum sem tengjast Tchenguiz bræðrunum.

Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir

Í frumvarpi því um breytingar á kvótakerfinu sem sent verður þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna er alfarið bannað að framselja varanlegar aflaheimildir. Áfram verður hinsvegar hægt að framselja leigukvóta, það er kvóta til eins árs.

Lífeyrissjóðir orðnir helstu lánadrottnar heimilanna

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir lánadrottnar tæplega tveggja þriðju hluta af verðtryggðum skuldum íslenskra heimila. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um eignir lífeyrissjóðanna sem núna nema 1.965 milljörðum kr.

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 215 punktum. Álagið var í 260 punktum fyrir síðustu helgi samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar.

Sjóvá skilaði 811 milljóna hagnaði í fyrra

Sjóvá skilaði 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%.

Engar hvalveiðar fyrrihluta sumars

Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf fyrrihluta sumars, að minnsta kosti. Um þrjátíu manns missa vinnuna vegna þessa. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti starfsmönnum þetta í gær.

Hagnaður hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Rekstur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga gekk vel á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta 25,5 milljónir kr. Niðurstaða efnahagsreiknings um sl. áramót var um 7,5 milljarðar kr. Viðskiptavinum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fjölgar stöðugt.

Hugmyndir um að fækka sparisjóðum

Sparisjóðum landsins gæti fækkað í þrjá til fimm á næstunni samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps um framtíð sparisjóðakerfisins. Til greina kemur að sameina jafnvel alla sjóði landsins í einn.

Kaup á evrubréfum ættu að hafa jákvæð áhrif

Kaup Seðlabankans á evrubréfum ríkissjóðs fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku ættu að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækjum þegar þau endurskoða næst lánshæfismat Íslands. Sem kunnugt er hefur eitt matsfyrirtækjanna sett lánshæfismatið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum.

Eignir lífeyrissjóða nálgast 2.000 milljarða

Hrein eign lífeyrissjóða hér á landi var 1.965 milljarðar kr. í lok mars. Hún jókst um 16,2 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,8%, samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt.

Gjaldeyrishöft blása upp fasteignaverðið

Íslenskir fjárfestar eru farnir að sýna fasteignamarkaðnum aukinn áhuga. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hér á landi fjölgaði um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa útlán þó ekki aukist í samræmi við það.

Skoða byggingu olíubirgðastöðvar

Hugmyndir eru uppi um að reisa 450.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Eyri við Reyðarfjörð. Verkefnið er að frumkvæði verkfræðistofunnar Mannvits ehf. og hefur verið rætt á fundum nefnda og ráða Fjarðabyggðar undanfarið.

Starfsmenn Kaupþings þurfa að endurgreiða milljarða

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hafi verið óheimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánum starfsmanna til hlutabréfakaupa. Dómur þessa efnis féll í dag. Heildartala lánanna nam á sínum tíma 50 milljörðum króna. Þar af var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, með lán að upphæð 3,5 milljarðar króna með einni afborgun árið 2011.

Sjómannafélagið áfrýjar gengisdómi

Sjómannafélag Íslands hefur áfrýjað máli gegn Arion banka vegna ofgreiðslu af húsnæðisláni. Í febrúar var Arion banki dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum.

Tæplega 70 starfa hjá nýrri einingu Landsbankans

Eftir sameiningu tveggja dótturfélaga Landsbankans hf. á sviði eignaleigu, SP-Fjármögnun hf. og Avant hf., munu tæplega sjötíu starfsmenn starfa í hinni nýju rekstrareiningu. Félögin hafa verið alfarið í eigu Landsbankans um nokkurt skeið.

Actavis opnar formlega nýjar höfuðstöðvar í Sviss

Actavis opnaði formlega í dag nýjar skrifstofur framkvæmdastjórnar fyrirtækisins í Zug í Sviss. Nú þegar eru um 100 manns, frá 29 löndum, komin til starfa. Við lok annars ársfjórðungs er gert ráð fyrir því að allar sex hæðir nýju höfuðstöðvanna, verði skipaðar starfsmönnum Actavis, samtals um 150 manns. Þar af eru rúmlega 20 frá Íslandi.

Frávísunarkröfu í Baugsmáli hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu verjenda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur systur hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, í máli sem Ríkislögreglustjóri hefur höfðað gegn þeim.

Delta Air stóreykur valkosti í fragtflugi

Með tilkomu áætlunarflugs Delta Air Lines til Keflavíkur frá Kennedyflugvelli í New York í sumar aukast talsvert valkostir inn- og útflutningsfyrirtækja hér á landi vegna víðtæks áætlunarkerfis flugfélagsins í Norður-Ameríku og öðrum heimsálfum.

Páskarnir juku áfengissölu um 22% milli ára í apríl

Í apríl voru seldir 1.583 þúsund lítrar af áfengi sem er tæplega 22% meiri sala en í apríl í fyrra. Ástæðan er að páskarnir eru annasamur tími í Vínbúðunum en páskarnir voru í mars í fyrra en apríl núna.

Toyota semur við Skógræktarfélag Íslands

Toyota á Íslandi hf. og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður af Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota og Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands í síðustu viku.

Vöruskiptin hagstæð um 7,6 milljarða í apríl

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl 2011 var útflutningur 43,6 milljarðar króna og innflutningur tæpir 36,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 7,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Kjarasamningar auka verðbólgu um 2% næstu þrjú árin

Að mati greiningar Arion banka má gróflega áætla að hinir nýju samningar skapi um 2% auka verðbólgu á næstu þremur árum. „Ef við bætum þessum viðbótaráhrifum við verðbólguspá Seðlabankans þá er afar líklegt að verðbólgumarkmið náist ekki á spátímabilinu,“ segir í Markaðspunktum greiningarinnar.

Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 108. Þetta eru töluvert fleiri samningar en nema meðaltali síðustu 12 vikna en 84 samningar hafa verið gerðir vikulega á því tímabili.

Þýddi 25 milljarða tekjulækkun

Ríkið myndi verða af um 25 milljarða króna tekjum að lágmarki yrðu skattleysismörkin hækkuð úr 118 þúsundum króna á mánuði í 150 þúsund. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

SP og Avant sameinast Landsbankanum

SP fjármögnun og þrotabú Avant munu sameinast Landsbankanum. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að gert sé ráð fyrir að sameiningunni ljúki á haustmánuðum. Starfsfólki var tilkynnt um sameininguna á föstudag. Enginn mun missa vinnuna að sögn Kristjáns.

Milljónamunur á endurútreikningi lána

Milljóna munur getur verið á endurútreikningi gengistryggðra lána hjá bönkunum annars vegar og óháðum sérfræðingum hins vegar. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur nú gert reiknivél sem sýnir þennan mun. Hann segir efnahags- og viðskiptaráðherra starfa í þágu fjármálafyrirtækjanna en ekki skuldara. Guðlaugur Þór Þórðarson segir þá reiknireglu sem sett er fram í lögum um endurútreikninga

Krónan komin í lægð

Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tæpt ár eða frá því í byrjun júní 2010. Krónan var sterkust í byrjun nóvember en byrjaði að veikjast um áramótin. Síðan þá hefur til dæmis gengi evrunnar hækkað um tæpar 10 krónur. Gengisvísitala krónunnar stendur nú í tæpum 215 stigum en var rúm 202 stig í nóvember og hefur því veikst um tæp 6 prósent á hálfu ári.

B5 ehf skildi eftir sig 200 milljóna skuldir

Skiptum á þrotabúi B5 ehf., sem rak skemmtistaðinn B5 og átti fasteignir að Laugavegi 86-94, er lokið. Engar eignir fundust í búinu en félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2010.

Sjá næstu 50 fréttir