Viðskipti innlent

Telur að afgangur af vöruskiptum verði minni í ár en í fyrra

Greining Íslandsbanka telur að afgangur af vöruskiptum landsins geti orðið minni í ár en hann var í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar.

„Sé miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins er vöruskiptaafgangur um 11% minni nú í ár en hann var á sama tíma í fyrra. Skýrist sá munur af því að innflutningur hefur aukist töluvert umfram  það sem útflutningur hefur gert,“ segir í Morgunkorninu.

„Að teknu tilliti til gengisbreytinga var vöruinnflutningur rúmum 14% meiri á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Á sama tímabili hefur vöruútflutningur aukist um tæp 9%.

Má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næsta kastið og gæti vöruskiptaafgangur orðið nokkru minni þetta árið en hann var í fyrra, en þá nam hann tæpum 119 milljörðum kr.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×