Hlutur einkageirans of rýr 11. maí 2011 06:00 Finnur oddsson Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira