Viðskipti innlent

Frávísunarkröfu í Baugsmáli hafnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gestur Jónsson, Jakob Möller og Kristín Edwald verjandi þremenninganna. Mynd/ Stefán.
Gestur Jónsson, Jakob Möller og Kristín Edwald verjandi þremenninganna. Mynd/ Stefán.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu verjenda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur systur hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, í máli sem Ríkislögreglustjóri hefur höfðað gegn þeim.

Þremenningarnir eru, ásamt fjárfestingafélaginu Gaumi, ákærðir fyrir stórfellt skattalagabrot í tengslum við rekstur Baugs. Verjendur fóru fram á frávísun málsins á þeirri forsendu að ákæran gegn þeim væri of óskýr. Héraðsdómari hafnaði málatilbúnaði þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×