Viðskipti innlent

Hundrað milljóna króna kröfu á Halldór vísað frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi forstjóri Landsbankans.
Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi forstjóri Landsbankans.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi í máli slitastjórnar Landsbanka Íslands gegn Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.

Slitastjórnin hafði stefnt Halldóri vegna 100 milljóna króna greiðslu Landsbankans í séreignalífeyrissjóð Halldórs sem greidd var þann 19. september 2008. Krafðist slitastjórnin þess að Halldór endurgreiddi fjárhæðina á þeirri forsendu að Landsbankinn hafi verið orðinn ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi.

Verjandi Halldórs krafðist frávísunar fyrir dómi á grundvelli þess að beiðni um matsmenn og gögn sem áttu að styðja málatilbúnað slitastjórnarinnar hafi verið of seint fram komin. Matsmenn áttu að sýna fram á að bankinn hafi verið orðinn ógjaldfær þegar Halldór fékk umræddar 100 milljónir greiddar.

Héraðsdómur féllst á málatilbúnað verjanda Halldórs og vísaði málinu frá. Slitastjórn Landsbankans hefur þegar ákveðið að kæra frávísunina til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×