Viðskipti innlent

Áforma að reisa allt að 80 MW virkjun í Hólmsá

Landsvirkjun og Orkusalan ehf. áforma að reisa allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Hólmsá í Skaftárhreppi, í Vestur Skaftafellssýslu.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landsvirkjunar. Þar segir að framkvæmdin sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Matsvinnan er hafin og má nálgast drög að tillögu að matsáætlun hér á síðunni.

Í tillögunni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu. Einnig er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða rannsóknir er fyrirhugað að ráðast í vegna mats á umhverfisáhrifum.

Allir hafa rétt til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Hægt er að beina  fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum á póstfang eða tölvupóst sem tilgreindur er á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×