Fleiri fréttir

Enn fjölgar þeim sem verið hafa án vinnu í meir en ár

Áfram fjölgar í hópi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í meira en ár, eða um 35 einstaklinga milli mánaða, og voru þeir í lok nóvember 4.649 talsins. Þar með er þetta annar fjölmennasti mánuðurinn hvað þetta varðar en í apríl síðastliðnum voru um 4.662 einstaklingar án atvinnu í meir en ár sem er metfjöldi.

Launakostnaður jókst um 1,1% milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 1,1% frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni iðnaði og um 0,6% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,2% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 1,1% í samgöngum og flutningum.

Samið við Kaupþingsmenn sem geta nær ekkert greitt

Tæplega helmingur þeirra rúmlega sextíu starfsmanna Kaupþings sem slitastjórn bankans hefur rukkað vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hefur samið við bankann um endurgreiðslu. Samningarnir sem þegar hafa náðst munu skila búinu vel á annað hundrað milljónum.

PwC bendir á ábyrgð bankanna

PricewaterhouseCoopers vísar ásökunum sem fram koma í skýrslum norskra og franskra sérfræðinga yfir á stjórnendur Landsbankans og Glitnis. Eins og fram kom í fréttum fyrir helgi segir í skýrslunum að óeðlilega hafi verið staðið að reikningsskilum í ársskýrslum 2007 og árshlutareikningum 2008 hjá bönkunum. Eru endurskoðendur, sem voru á vegum PwC, sakaðir um vanrækslu.

Styðja hugmyndir Jóns Bjarnasonar um auknar aflaheimildir

Samtök íslenskra fiskimanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmyndir Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að auka aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og fleiri stofnum og úthluta þeim á jafnréttisgrunni, gegn gjaldi í ríkissjóð.

Einkaneyslunni hjálpað af botni kreppunnar

Einkaneysla virðist heldur hafa rétt úr kútnum það sem af er liðið vetri, ef marka má kortaveltutölur Seðlabankans. Margt hefur lagst á árarnar við að hjálpa einkaneyslunni upp úr botni kreppunnar.

Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina

„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka.“ Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið.

Samsetning úrvalsvísitölunnar verður óbreytt

Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 vísitölunni (úrvalsvísitölunni), sem gerð er tvisvar á ári. Ákveðið var að halda samsetningu vísitölunnar óbreyttri.

Hlutafé Farice verður aukið um 9,7 milljarða

Endurskipulagningu Farice er nú að ljúka og mun hlutafé félagsins verða aukið um 63,7 milljónir evra eða um 9,7 milljarða kr. Eftir skipulagninguna mun hlutaféið því nema 75 milljónum evra.

Endurskoðendur bankanna flengdir

Glitnir og Landsbankinn voru komnir að fótum fram um áramótin 2007 og hefði þá átt að taka bankaleyfið af þeim. Í stað þess að stíga á bremsurnar gáfu þeir í. Eftirlitsaðilar brugðust skyldum sínum og lokuðu augunum fyrir bókhaldsbrellum þeirra.

Roksala á Landcruiser-jeppum

Toyota á Íslandi hefur selt 145 Landcruiser-jeppa af stærri gerðinni frá áramótum. Ætla má að heildarverðmæti bílanna nemi í kringum 1,5 milljörðum króna.

Fagna fyrirhugaðri vegagerð

Samtök iðnaðarins (SI) fagna ákvörðun ríkisstjórnar­innar um að gefa út skuldabréf til að tryggja vegaframkvæmdir á næsta ári eftir að viðræður við lífeyrissjóðina um fjármögnun runnu út í sandinn. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir iðnaðinn því verkefnaskortur hefur neytt verktaka­fyrirtæki til að draga stórkostlega úr starfsemi sinni,“ er haft eftir Helga Magnússyni, formanni Samtaka iðnaðarins, í tilkynningu frá þeim.

Viðskiptalífið hvergi talið spilltara en hér

Könnun Yfir helmingur Íslendinga, 53 prósent, telur spillingu hafa aukist hér á landi undanfarin þrjú ár. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar stofnunarinnar Transparency International, sem Capacent sá um fyrir hennar hönd í sumar. Fimm­tán prósent telja að dregið hafi úr spillingu á sama tíma.

Viðskiptavinur VBS vill að eigendur verði dregnir til ábyrgðar

Viðskiptavinur í eignastýringu hjá VBS sem tapaði stórum hluta sparifjár síns segist ekki hafa verið látinn vita að peningar hans væru notaðir til að kaupa skuldabréf sem gefin voru út á fasteignir sem aldrei risu. Hann er afar ósáttur og vill að stjórnendur bankans verði dregnir til ábyrgðar.

Bjóða 10 milljarða í leikfangarisann Hamleys

Fjárfestingarsjóður frá Mið-austurlöndum hefur gert tilboð í breska leikfangarisann Hamleys upp á tæpa tíu milljarða króna. Hamleys er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans og er vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum í upphafi næsta árs.

Bjóða 270 milljarða fyrir Iceland

Fjárfestar eiga í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans um að kaupa Iceland verslunarkeðjuna í Bretlandi samkvæmt frétt sem birtist í the Mail On Sunday í dag.

Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192

Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum.

Þurfum ekki að borga vegna tryggingasjóðs - annað með mismununina

Þýski lögfræðingurinn í Evrópurétti, Tobias Fuchs frá Berlín, segir Hollendinga og Breta hafa óraunhæfar hugmyndir um innistæðutryggingasjóð varðandi Icesave og að Ísland myndi líklega vinna slíkt dómsmál ef svo bæri undir. Þetta kom fram í viðtali við hann í Silfri Egils.

Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus.

Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur

Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008.

Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu

VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna.

Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur

Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á.

Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja

Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar.

Áætla 188 milljóna afgang hjá Vestmanneyjabæ

Helstu niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 eru þær að gert er ráð fyrir að sveitarsjóður skili hagnaði að upphæð 188 milljóna kr. í stað 132 milljóna í áætlun 2010.

Fréttaskýring: Vísbendingar um að kreppu sé lokið

Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði, Kreditkortavelta heimila eykst um 7,3% milli ára, Nýskráningar bíla aukast um 25% milli ára, Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung.

Velta í dagvöruverslun eykst um 3,3% milli ára

Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í nóvember um 3,7% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 0,2% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung

Nýjar tölur frá Ferðamálastofu eru til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láta undan útþrá sinni og halda erlendis. Þannig héldu mun fleiri Íslendingar utan nú í nóvember en á sama tíma í fyrra, eða um 24,6 þúsund í nýliðnum mánuði á móti 19,5 þúsund í nóvember fyrra. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung.

Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 3. desember til og með 9. desember var 81. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 70 samningar á viku.

Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár

Ætli Íslendingar að halda í krónuna verða þeir að reikna með lítilli einkaneyslu í skugga hafta um árabil. Seðlabankinn brást of seint við. Núverandi vaxtastigi hefði átt að vera náð fyrir ári, segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur.

Skattar hækka verðtryggð lán heimila um 15,6 milljarða

Verðtryggð lán íslenskra heimila hafa hækkað um 15,6 milljarða kr. frá því í febrúar á síðasta ári vegna skattahækkana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.

Fjármálaráðherra Breta fagnar nýjum Icesavesamningi

George Osborne fjármálaráðherra Breta fagnar því að nýr Icesave samningur liggi nú á borðinu. Breska fjármálráðuneytið sendi frá sér tilkynningu seint í gær þar sem segir að ásættanleg lok á málinu fyrir báða aðila muni marka nýjan kafla í samskiptum Breta og Íslendinga.

Steingrímur: Risavaxið skref til endurreisnar

Steingrímur J. Sigúfsson fjármálaráðherra segir að nýi Icesave samningurinn sé risvaxið skref í átt til endurreisnar Íslands. Steingrímur er mjög ánægður með hinn nýja samning.

Erlendar kröfur hafa lækkað um 5.800 milljarða

Alls hafa kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki lækkað um 5.800 milljarða króna frá því fyrir bankahrun. Því er ljóst að þær tapa langmest allra á íslenska bankahruninu í krónum talið.

Aftur á byrjunarreit nú með Kú

Ljúflingur og Öðlingur heita tveir nýir ostar sem koma eiga í verslanir núna um helgina. Ljúflingur er hvítmygluostur í ætt við Camembert og Öðlingur er blá- og hvítmygluostur.

Sjá næstu 50 fréttir