Viðskipti innlent

Fagna fyrirhugaðri vegagerð

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon

Samtök iðnaðarins (SI) fagna ákvörðun ríkisstjórnar­innar um að gefa út skuldabréf til að tryggja vegaframkvæmdir á næsta ári eftir að viðræður við lífeyrissjóðina um fjármögnun runnu út í sandinn. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir iðnaðinn því verkefnaskortur hefur neytt verktaka­fyrirtæki til að draga stórkostlega úr starfsemi sinni,“ er haft eftir Helga Magnússyni, formanni Samtaka iðnaðarins, í tilkynningu frá þeim.

Þar segir að með ákvörðun sinni hafi ríkisstjórnin líklega tryggt um fimm hundruð störf strax á næsta ári. Verkefnin sem ráðist verður í eru Suðurlandsvegur að Selfossi, Vesturlandsvegur að Hvalfjarðargöngum, Reykjanes­braut suður fyrir Straum og Vaðlaheiðargöng. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×