Viðskipti innlent

Samsetning úrvalsvísitölunnar verður óbreytt

Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 vísitölunni (úrvalsvísitölunni), sem gerð er tvisvar á ári. Ákveðið var að halda samsetningu vísitölunnar óbreyttri.

Endurskoðuð samsetning tekur gildi mánudaginn 3. janúar, 2011. Samsetning OMXI6 vísitölunnar mun verða óbreytt frá núverandi samsetningu en þessi félög mynda hana: Atlantic Petroleum P/F, Atlantic Airways, BankNordik P/F, Icelandair Group hf., Marel hf. og Össur hf.

Úrvalsvísitalan er samsett af þeim sex félögum sem mest viðskipti eru með í Kauphöllinni. Vægi félaga í

vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði og er samsetning hennar endurskoðuð tvisvar á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×