Viðskipti innlent

Bjóða 270 milljarða fyrir Iceland

Iceland.
Iceland.

Fjárfestar eiga í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans um að kaupa Iceland verslunarkeðjuna í Bretlandi samkvæmt frétt sem birtist í the Mail On Sunday í dag.

Þar kemur fram að fjárfestarnir eru tilbúnir að reiða fram einn og hálfan milljarð punda fyrir verslunina, sem gera um 270 milljarða íslenskra króna.

Það er bankinn Global Banking Corporation frá Barein sem á í viðræðum við skilanefndina.

Gamli Landsbankinn og Glitnir eiga 76 prósent hlut í verslunarkeðjunni en það er Malcom Walker sem er stjórnarformaður keðjunnar. Hann lagði fram kauptilboð upp á einn miljarð punda í verslunina fyrir skömmu en því var hafnað.

Ekki þykir ólíklegt að hann geri annað tilboð eftir að fjárfestarnir frá Mið-austurlöndum gerðu sitt tilboð.

Malcom Walker stofnaði Iceland árið 1970 og á þegar 24 prósentu hlut í versluninni. Malcom hefur gengið ágætlega að reka keðjuna þrátt fyrir gjaldþrota bakhjarla en fyrirtækið skilaði inn 19 prósent hagnaði í lok mars á þessu ári.

Hann sat í skjóli Baugs sem stjórnarformaður frá árinu 2005 þegar Baugur eignaðist þáverandi móðurfélag Iceland fyrir 326 milljónir punda. Baugur er gjaldþrota í dag eins og kunnugt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×