Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 12. desember 2010 12:13 Ólafur H. Johnson. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira