Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 12. desember 2010 12:13 Ólafur H. Johnson. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent