Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 19:00 Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka. Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra. Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra.
Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59
Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45