Viðskipti innlent

Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka.
Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka.

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus.

Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.

Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu

Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey.

Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum.

En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey.

Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra.
Tengdar fréttir

Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu

VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna.

Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur

Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,32
70
142.480
VIS
1,82
12
189.481
KVIKA
1,65
12
479.823
MAREL
1,24
24
423.219
HAGA
0,86
9
313.736

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,77
24
82.736
REITIR
-1,29
11
84.806
ORIGO
-0,57
3
4.773
ARION
-0,4
14
127.862
SJOVA
-0,3
6
87.765
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.