Fleiri fréttir

Gamma lækkaði um 0,2%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2 ma. viðskiptum.

30 milljóna króna viðskipti á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu rúmri 661 milljón eða 30 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í júní mánuði 1.221 milljón eða 58 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 456 milljónir og með bréf Össurar (OSSR) 153 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar fyrir júlí.

Innflutningstölur sýna að botninum er náð í kreppunni

Innflutningur jókst á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Aukningin í magni mæld var lítil eða 0,8% en um er að ræða viðsnúning engu að síður frá því sem hefur verið í undangenginni kreppu.

Stækkun verksmiðju Actavis í Hafnarfirði er á áætlun

Framkvæmdir við stækkun lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að hefja framleiðslu í nýja hlutanum um áramót. Við stækkunina eykst framleiðslugetan á Íslandi um 50%, eða í um einn og hálfan milljarð taflna á ári.

Hótar að hætta við kaupin á HS Orku

Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, hefur hótað að fresta eða jafnvel hætta við kaup fyrirtækisins á HS Orku vegna pólitískrar óvissu, að því er Financial Times greinir frá í dag.

Kyrrsettu 111 milljónir í eigu Jóns Ásgeirs

Slitastjórn Glitnis banka hf. fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Slitastjórn Glitnis segir að kyrrsetningin komi til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí síðastliðinn.

Gamma hækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 2,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 1,1 ma. viðskiptum.

Met slegið í innflutningi á fjárfestingarvörum

Athygli vekur að innflutningur fjárfestingarvara nam ríflega fjórðungi alls vöruinnflutnings í júní. Fluttar voru inn slíkar vörur fyrir 10,2 milljarða kr. í mánuðinum, en það er mesti innflutningur slíkra vara í krónum talið í einum mánuði svo langt aftur sem tölur Hagstofu ná.

Aflaverðmætið eykst um 10,6 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 45,6 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 samanborið við 35 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10,6 milljarða eða 30,2% á milli ára.

Vöruskiptin hagstæðum um 8,7 milljarða í júní

Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 48,0 milljarða króna og inn fyrir 39,3 milljarða króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna. Í júní 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 6,2 milljarða króna á sama gengi.

Um 85% andvígir því að útlendingar kaupi íslenskar náttúruauðlindir

Tæplega 85% eru mjög andvígir eða frekar andvígir því að erlendir aðilar geti keypt íslenskar náttúruauðlindir, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Teit Atlason guðfræðing og bloggara. Um 10,6% eru hvorki hlynntir né andvígir en 4,5% voru mjög eða frekar hlynntir.

Tekjurnar helmingi lægri en upplýsingar benda til

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir laun sín á síðasta ári hafa verið víðs fjarri því sem fram komi upplýsingum tekjublaða sem birst hafa undanfarinn sólarhring.

Gamma hækkaði um 0,3%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 9,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 6,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 3 ma. viðskiptum.

Eignarhaldsfélag Daggar gert upp

Búið er að slíta þrotabúi Insolidum ehf, sem var í eigu Daggar Pálsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Kröfuhafar félagsins fengu greiddar um 7,3 milljónir eða um 1,5% upp í kröfur sínar. Helstu kröfurhafar félagsins voru SPRON og Landsbankinn.

Forsetinn launahæstur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var tekjuhæsti stjórnmálamaður á Íslandi í fyrra. Samkvæmt tekjusíðum Vísis var hann með 1591 þúsund krónur í laun á mánuði á síðasta ári.

Töluvert dregur úr hagnaði Marel

Hagnaður af heildarstarfsemi Marel eftir skatta nam 100.000 evrum eða 15,7 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 17,3 milljónum evra eða 2,7 milljörðum króna.

Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku

Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku.

Íslenskt tölvukerfi notað í kauphöllinni í London

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software ehf. hefur á skömmum tíma selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til 38 landa með aðstoð netsins, þar á meðal til fjölmargra stórfyrirtækja og stofnana, svo sem til kauphallarinnar í Lundúnum og Deutsche bank. Einnig hefur kauphöllin í New York og örgjörvaframleiðandinn Intel hlaðið kerfinu niður til reynslu.

Skuldatryggingaálag Íslands hríðlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hríðlækkað í vikunni. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið niður í 286 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Neytendur ekki bjartsýnni síðan fyrir hrunið 2008

Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær. Væntingavísitalan hækkar nú um 6 stig og er vísitalan nú 67,1 stig sem er það hæsta sem hún hefur verið frá því fyrir hrun.

Fjögur fyrirtæki styðja sprotafyrirtæki

Fyrirtækin N1, CCP, Nýherji og Íslandspóstur hafa ákveðið að niðurgreiða þátttökugjöld í Viðskiptasmiðjuna - Hraðbraut nýrra fyrirtækja fyrir valin fyrirtæki. Með stuðningnum vilja fyrirtækin efla nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki á Íslandi. Þá vilja þau benda á mikilvægi þess að frumkvöðlar sæki sér þekkingu og sérfræðiráðgjöf þegar nýjum fyrirtækjum er komið á legg.

Hagnaður Össurar hf. sjöfaldast milli ára

Hagnaður Össurar hf. á öðrum ársfjórðungi sjöfaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn í ár nam tæplega 1,7 milljörðum króna en í fyrra varð hann rúmlega 240 milljónir króna.

Einblínir á sushi-markaðinn

Dótturfélag Atlantis Group, félags í íslenskri eigu, er orðið langstærsta fyrirtækið á sviði túnfiskseldi í heiminum eftir sameiningu við mexíkóskt eldisfyrirtæki. Fyrirtækið framleiðir nú 20 til 30 prósent af öllum bláuggatúnfiski sem alinn er í kvíum í heiminum.

Auknar heimtur úr þrotabúi Landsbankans

Samningur milli þrotabús Landsbankans í Lúxemborg, Landsbanka Íslands, Seðlabanka Lúxemborgar og nokkurra af stærstu kröfuhöfum bankans hefur verið samþykktur.

Sjá næstu 50 fréttir