Viðskipti innlent

Greiddar atvinnuleysisbætur lækkuðu um 300 milljónir í júlí

Í júlí fækkaði þeim sem fá atvinnuleysisbætur um rúmlega 2.000 einstaklinga og greidd upphæð atvinnuleysisbóta lækkaði um rúmlega 300 milljónir kr. miðað við mánuðinn á undan.

Í gær greiddi Vinnumálastofnun rúmlega 1,5 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. júní til 19. júlí. Greitt var til um 13.300 einstaklinga.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að heildarupphæð atvinnuleysistrygginga fyrir júní 2010 nam 1.854.937.135 kr. og var þá greitt til 15.325 einstaklinga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×