Viðskipti innlent

Staða óverðtryggðra ríkisbréfa jókst um 104% á einu ári

Staða óverðtryggðra ríkisbréfa nam 579,10 milljörðum kr. í lok júní 2010, samanborið við 283,67 milljarða kr. í júní í fyrra, sem er aukning um 295,43 milljarða kr. eða 104% á einu ári.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að staða markaðsskuldabréfa í lok júní 2010 nam 1.743,33 milljörðum kr. og hækkaði um 20,19 milljarða kr. eða 1,2% í mánuðinum.

Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands nam 234,45 milljörðum kr í lok júní 2010 sem er lækkun um 7,6% í mánuðinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×