Viðskipti innlent

Krónan styrkst um 11 prósent

Krónan á uppleið
Kaupmáttur launa eykst með styrkingu krónunnar en enn er nokkuð í að Íslendingar hafi sama kaupmátt og fyrir hrun.		fréttablaðið/GVA
Krónan á uppleið Kaupmáttur launa eykst með styrkingu krónunnar en enn er nokkuð í að Íslendingar hafi sama kaupmátt og fyrir hrun. fréttablaðið/GVA
Efnahagsmál Gengi krónunnar hefur nú styrkst um 10,8 prósent á einu ári og um 17,6 prósent frá því að það fór lægst í lok árs 2008. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að raungengi krónunnar á mælikvarða launa hafi verið 7,2 prósentum hærra á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Þessi mæling segir til um hvernig laun eru að þróast hér samanborið við okkar helstu viðskiptalönd, mælt í sömu mynt og að teknu tilliti til framleiðniþróunar.- mþl





Fleiri fréttir

Sjá meira


×