Viðskipti innlent

Töluverður samdráttur í smásöluverslun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk verslaði minna í fyrra en árin áður. Mynd/ Anton.
Fólk verslaði minna í fyrra en árin áður. Mynd/ Anton.
Smásöluverslun hér á landi dróst saman um 11% í fyrra frá árinu áður og 15,5% frá árinu 2007. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2010 - hagtölur um íslenska verslun, sem Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst gaf út í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands.

Þar kemur jafnframt fram að í fyrra var raunsamdráttur í byggingarvöruverslun um 45,5%, í raftækjaverslun 35,7% og 25,6% samdráttur varð í húsgagnaverslun.

Í ritinu kemur jafnframt fram að hlutur verslunar í landsframleiðslu var 10,5% árið 2009 og hefur hann haldist nokkuð stöðugur undanfarin áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×