Viðskipti innlent

Moody´s setur lánshæfiseinkunn Íslands á neikvæðar horfur

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Íslands á neikvæðar horfur en einkunn Moody´s fyrir Ísland er Baa3 sem er aðeins einum flokki frá svokölluðum ruslflokki.

Fjallað er um málið á Blomberg fréttaveitunni en þar segir að ákvörðun Moody´s byggi á þeirri óvissu sem gengisdómur Hæstaréttar hafi skapað fyrir banka- og fjármálakerfi landsins.

Bloomberg ræðir við Kathrin Muehlbronner aðalgreinenda Moody´s fyrir Ísland sem segir að þótt umfang hugsanlegs skaða fyrir íslenska efnahagslífið vegna gengisdómsins sé ekki ljóst er skýrt að dómurinn geti valdið verulegri áhættu fyrir fjárhagslega endurreisn landsins.

Fjárframlög íslenska ríkisins til bankanna gætu aukist umtalsvert þar sem ríkið sé í raun eini aðilinn sem getur aukið við eigið fé bankanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×