Viðskipti innlent

Forsetinn launahæstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti var tekjuhæsti maður á Íslandi í fyrra.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti var tekjuhæsti maður á Íslandi í fyrra.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var tekjuhæsti stjórnmálamaður á Íslandi í fyrra. Samkvæmt tekjusíðum Vísis var hann með 1591 þúsund krónur í laun á mánuði á síðasta ári.

Af öðrum launaháum stjórnmálamönnum má nefna Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Hann var með 1231 þúsund krónur á mánuði. Birgir Ármannsson alþingismaður var með 1164 þúsund í laun á mánuði í fyrra. Forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, var með tæpar 1100 þúsund krónur.

Borgarstjórinn Jón Gnarr var svo með 1359 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Rétt er þó að minna á að hann hóf ekki stjórnmálaþátttöku fyrr en á þessu ári.

Skoðaðu tekjusiður Vísis hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×