Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunn ÍLS óbreytt hjá Moody´s, horfur stöðugar

Matsfyrirtækið Moody´s heldur lánshæfiseinkunn sinni hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) óbreyttri í Baa3 og með stöðugum horfum.

Einkunin var sett á stöðugar horfur í apríl síðastliðnum og í nýju áliti sínu um sjóðinn segir Moody´s að ekki sé ástæða til að breyta því.

Hinsvegar kemur fram í álitinu að litlar sem engar líkur séu á að lánshæfiseinkunn sjóðsins breytist til hins betra í náinni framtíð. Þvert á móti sé ástæða til að ætla að lækkun geti orðið á einkuninni í framtíðinni í ljósi lélegrar fjárhagsstöðu sjóðsins.

Áður hefur komið fram að ríkissjóður þarf að leggja sjóðnum til 3 til 6 milljarða króna til að koma eiginfjárhlutfalli hans í ásættanlegt horf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×