Viðskipti innlent

Eignarhaldsfélag Daggar gert upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Insolidum var í eigu Daggar Pálsdóttur og sonar hennar.
Insolidum var í eigu Daggar Pálsdóttur og sonar hennar.
Búið er að slíta þrotabúi Insolidum ehf, sem var í eigu Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns og Páls Ágústar Ólafssonar sonar hennar. Kröfuhafar félagsins fengu greiddar um 7,3 milljónir eða um 1,5% upp í almennar kröfur.

Aðdragandinn að falli Insolidum var sá að félagið keypti stofnbréf í SPRON í gegnum Saga Capital í júlí 2007. Félagið keypti bréfin fyrir tæpar 600 milljónir. Saga Capital fjármagnaði hluta kaupanna. Í kjölfar verðfalls stofnfjárbréfanna fór Saga Capital fram á aukið tryggingafé vegna þeirra. Í fyrstu hafnaði Insolidum ekki frekari tryggingum en óskaði eftir að leysa vandann í samráði við viðskiptabanka sinn. Á endanum gjaldfelldi Saga Capital lánið og fór fram á að fá bréfin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×