Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr hagnaði Marel

Hagnaður af heildarstarfsemi Marel eftir skatta nam 100.000 evrum eða 15,7 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 17,3 milljónum evra eða 2,7 milljörðum króna.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að pantanastaða félagsins sé sterk og afkoman góð.

Theo Hoen, forstjóri Marel, segir að stjórnendur félagsins séu mjög ánægðir með að hafa náð langtímamarkmiði sínu um hagnað af sölu upp á 10-12% annan ársfjórðunginn í röð. Árangurinn megi þakka stífu kostnaðaraðhaldi og sterkri stöðu fyrirtækisins við batnandi markaðsaðstæður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×