Viðskipti innlent

Eignir stóreignafólks nema um 350 milljörðum

Samkvæmt upplýsingum frá skattinum hefur hluti landsmanna sloppið vel undan fimbulvetri fjármálakreppunnar.

Í opinberum tölum um skatta landsmanna sem birtar voru í gær segir meðal annars að sérstakur skattur á stóreignafólk hafi gefið af sér tæpa 4 milljarða króna. Þar sem skatturinn nemur 1.25% af eignum þessa fólks er auðvelt að sjá að eignir þess í heild nema um 350 milljörðum króna sem er meira en hálf fjárlög íslenska ríkisins. Fjöldi þeirra sem greiðir þennan skatt eru 3.800 einstaklingar eða rúmlega 1% þjóðarinnar.

Fram kemur einnig í þessum tölum að þrátt fyrir hrunið er eftir töluverðu að slægjast á fjármálamarkaðinum. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 15,7 milljörðum króna og lækkar um 20,4% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 183 þúsund. Eftir stendur að miðað við skattinn hafa fjármagnstekjur þessara greiðenda numið á bilinu 120 til 157 milljörðum króna í fyrra.

Einnig kemur fram 158.600 einstaklingar greiða almennan tekjuskatt upp á samtals 87,9 milljarða króna. Þetta eru 67% þeirra sem höfðu jákvæðan tekjuskatts- og útsvarsstofn. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2002.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×