Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar hf. sjöfaldast milli ára

Hagnaður Össurar hf. á öðrum ársfjórðungi sjöfaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn í ár nam tæplega 1,7 milljörðum króna en í fyrra varð hann rúmlega 240 milljónir króna.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að sala félagsins jókst talsvert á öðrum ársfjórðungi eða um 12%, mælt í dollurum. Salan nam alls 90 milljónum dollara eða tæplega 11 milljörðum króna samanborið við 81 milljón dala á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar segir að árangurinn á öðrum ársfjórðungi hafi verið mjög góður á öllum mörkuðum og vöxtur í helstu vöruflokkum.

„Nýjum spelkum og stuðningsvörum var vel tekið á fyrri helmingi ársins og það á sinn þátt í aukinni sölu. Sala á stoðtækjum hefur gengið vel og aukist í öllum vörulínum. Sala á hátæknivörunum gengur áfram vel," segir Jón.

Sala jókst í báðum stærstu vöruflokkum félagsins, stoðtæki um 15% og spelkur og stuðningsvörur um 11%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×