Viðskipti innlent

Töluverð lækkun á vísitölu framleiðsluverðs

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2010 var 192,9 stig og lækkaði um 5,4% frá maí 2010.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 221,3 stig, sem er lækkun um 1,1% (vísitöluáhrif -0,4%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 233,6 stig, lækkaði um 11,5% (-4,2%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,3% (0,1%) og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 5,8% (-0,9%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands lækkaði um 0,5% (-0,1%) milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 7,0% (-5,3%).

Miðað við júní 2009 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 13,5% en verðvísitala sjávarafurða um 1,7%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 38,1% en matvælaverð hefur hækkað um 2,6%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×