Viðskipti innlent

Stefán Hilmarsson hefur áfrýjað gjaldþrotaúrskurðinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Hilmarsson hefur áfrýjað gjaldþrotaúrskurði.
Stefán Hilmarsson hefur áfrýjað gjaldþrotaúrskurði.
Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi áfrýjaði i gær gjaldþrotaúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni var Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi þann 9. júlí síðastliðinn.

Stefán er mjög ósáttur við úrskurðinn sem er kveðinn upp eftir kröfu Arion banka. Stefán hafði áður stefnt gamla Kaupþingi vegna vörslureikninga sem hann átti hjá bankanum fyrir hrun hans.




Tengdar fréttir

Stefán Hilmarsson gjaldþrota

Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×