Viðskipti innlent

Tekjurnar helmingi lægri en upplýsingar benda til

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Ármannsson segir tekjur sínar ekki hafa verið nálægt því sem fram kemur í tekjublöðum. Mynd/ Anton.
Birgir Ármannsson segir tekjur sínar ekki hafa verið nálægt því sem fram kemur í tekjublöðum. Mynd/ Anton.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir laun sín á síðasta ári hafa verið víðs fjarri því sem fram komi upplýsingum tekjublaða sem birst hafa undanfarinn sólarhring.

Samkvæmt því sem tekjusíður Vísis og tekjublað Frjálsrar verslunar hafa greint frá eru tekjur Birgis tæpar 1200 þúsund krónur. Samkvæmt útreikningum tekjublaðs Mannlífs eru launin röskar 1200 þúsund. Birgir segir hins vegar að einu tekjur hans á síðasta ári hafi verið tekjur vegna þingmennsku. Það láti nærri að þær séu helmingi lægri en fram kemur í fyrrgreindum blöðum.

Birgir er staddur í Póllandi og segist því ekki hafa getað kynnt sér á hvaða forsendum þessar upplýsingar séu reiknaðar út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×