Viðskipti innlent

30 milljóna króna viðskipti á dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu rúmri 661 milljón eða 30 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í júní mánuði 1.221 milljón eða 58 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 456 milljónir og með bréf Össurar (OSSR) 153 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar fyrir júlí.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 3,9% milli mánaða og stendur nú í 937,4 stigum. Af atvinnugreinavísitölum hækkaði vísitala orkuvinnslu (IX10PI) mest eða 10%. Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Íslandsbanki með mestu hlutdeildina 22,5% (13,4% á árinu), Landsbankinn með 19,5% (10,2% á árinu) og Saga Capital með 18,9% (45,7% á árinu).

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 116,3 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 5,3 milljarða veltu á dag. Eins og á hlutabréfamarkaði settu sumarleyfi mjög mark sitt á viðskiptin í júlí en í júní mánuði nam veltan 11,3 milljörðum á dag. Mest voru viðskipti með flokka ríkisbréfa, RIKB 11 0722 20,1 milljarður og þá RIKB 13 0517 með 12,6 milljarða. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 74 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 34,2 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×