Fleiri fréttir Farið fram á kyrrsetningu á eignum Stoða Krafa Tollstjóra um kyrrsetningu eigna Stoða var tekin fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá Stoðum segir að skattrannsóknarstjóri hafi farið fram á kyrrsetningu eigna að upphæð 650 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar endurákvörðunar skatta félagsins vegna rekstaráranna 2005-2007. „Stoðir framvísuðu við fyrirtökuna fullnægjandi tryggingum fyrir samsvarandi upphæð í formi reiðufjár, með fyrirvara um lögmæti aðfararinnar,“ segir í tilkynningunni en Stoðir munu krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að kyrrsetningarbeiðninni verði synjað. 30.4.2010 17:36 Bakkabræður hættir í stjórn Exista Bakkabræður, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, hættu í stjórn Exista á framhaldsaðalfundi félagsins sem haldinn var í dag. Þá hættu forstjórar félagsins, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, störfum fyrir félagið auk þess sem þeir sögðu sig úr stjórnum dótturfélaga Exista. 30.4.2010 16:42 Hagnaður Sjóvár nam 317 milljónum Hagnaður Sjóvár af reglulegri starfsemi á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var 317 milljónir fyrir skatta, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem samþykktur var á aðalfundi í dag. 30.4.2010 16:00 Gamma hækkaði um 0,4% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 14,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,5% í 11,5 ma. viðskiptum. 30.4.2010 15:58 Icelandair Group tapaði 10,7 milljörðum í fyrra Icelandair Group tapaði 10,7 milljörðum kr. á síðasta ári en tapið nam 7,5 milljörðum kr. árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu félagsins. 30.4.2010 14:58 Nýr bankastjóri ráðinn um miðjan næsta mánuð Stjórn Landsbanka Íslands væntir þess að ráðningu nýs bankastjóra ljúki um miðjan næsta mánuð. Þetta kom fram á aðalfundi Landsbankans í morgun. 30.4.2010 14:31 Trefjar afhenda Sérferðum nýjan hvalaskoðunarbát Ferðaþjónustan á Íslandi mun nú njóta þess að geta boðið upp á fugla- og hvalaskoðun í splunkunýjum hrað-ferðaþjónustubát sem Trefjar ehf. í Hafnarfirði hafa nú afhent til Sérferða/Puffin Express. Báturinn er afar öflugur enda útbúin 1200 hestafla Volvo Penta vélum og Volvo Penta IPS800 drifrás sem þýðir að afkastageta vélanna er á við 1600 hestafla vélar. 30.4.2010 14:30 Kynnisferðum verður skipt í tvennt í maí Þann 1. maí 2010 verða þær breytingar gerðar hjá Kynnisferðum að fyrirtækinu verður skipt upp í tvennt, Kynnisferðir ehf. og Reykjavik Excursions ehf., en síðara nafnið er enska heitið fyrirtækinu. Tilgangurinn með þessum breytingum er að efla hvora einingu um sig og blása til sóknar á báðum vígstöðvum. 30.4.2010 13:49 Enn dæmir héraðsdómur gengistryggingu ólögmæta Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli Nýja Landsbankans (NBI) gegn Þráni ehf. þar sem fram kemur að dómurinn telur gengistryggingu á láni ólögmæta. Sjálft málið gekk út á kröfu bankans á að bú Þráins ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Því hafnði dómurinn. 30.4.2010 13:38 Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30.4.2010 13:07 Fjörkippur á fasteignamarkaði í höfuðborginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 23. apríl til og með 29. apríl 2010 var 56. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en verið hefur að meðaltali undanfarnar 12 vikur en meðaltalið þann tíma er 48 á viku. 30.4.2010 12:35 Álútflutningur aldrei verið meiri í krónum talið Aukið verðmæti útflutnings milli mánaða á sér rót í báðum helstu útflutningsvörum Íslands, sjávarafurðum og áli. Álútflutningur nam 22,6 milljörðum kr. og hefur hann aldrei verið meiri í krónum talið í einum mánuði. Útflutningur sjávarafurða nam 20,5 milljörðum kr. í mars og hefur hann ekki verið meiri í krónum talið frá október síðastliðnum. 30.4.2010 12:12 Veruleg fjölgun samlagsfélaga heldur áfram Áfram fjölgar samlagsfélögum verulega miðað við síðustu ár. Þannig voru alls 45 skráð samlagsfélög í mars en á sama tíma fyrir ári voru þau 8 og þegar litið er tvö ár aftur í tímann voru þau 5. 30.4.2010 11:55 Dalvíkurbyggð rekin með 127 milljóna hagnaði í fyrra Rekstrarniðurstaða Dalvíkurbyggðar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 127 milljónir kr. á árinu 2009 og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 174,8 milljónir kr. 30.4.2010 11:21 Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2010 var 196,5 stig og lækkaði um 2,7% frá febrúar 2010. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 229,4 stig, sem er hækkun um 0,7% (vísitöluáhrif 0,3%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 231,9 stig, lækkaði um 8,0% (-3,0%). 30.4.2010 09:13 Aflaverðmætið jókst um 9% milli ára í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 8 milljörðum króna í janúar 2010 samanborið við 7,3 milljarða í janúar 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 700 milljónir kr. eða 9% á milli ára. 30.4.2010 09:09 Vöruskipti hagstæð um 11,5 milljarða í mars Í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 52,9 milljarða króna og inn fyrir 41,4 milljarða króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,5 milljarða króna. Í mars 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 30.4.2010 09:06 Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar en nýskráningum fækkar Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára. Í mánuðum fækkaði nýskráningum félaga um rúmlega 29% milli ára. 30.4.2010 09:04 Fjarðabyggð tapaði yfir hálfum milljarði í fyrra Rekstur Fjarðabyggðar, A og B hluti, skilaði tapi upp á 571 milljón kr. á síðasta ári. Munar þar mestu um um fjármagnsliði. Til samaburðar nam tapið 1,5 milljörðum kr. árið 2008. 30.4.2010 08:59 Eik fasteignafélag tapaði 1,2 milljarði í fyrra Eik fasteignafélag tapaði 1,2 milljörðum kr. á síðasta ári. Velta félagsins var rúmlega 1,7 milljarður króna, sem er 3% lækkun. 30.4.2010 08:47 Kom á óvart að fé var flutt til Íslands Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir að það kom Seðlabanka Íslands á óvart í hve miklum mæli Landsbankinn flutti þann gjaldeyri sem safnaðist á Icesave-reikningnum í Bretlandi heim til Íslands. Hreyfanleiki fjármagnsins innan samstæðunnar var þó hin upphaflega forsenda þess að ákveðið var að reka Icesave sem útibú íslenska móðurfélagsins en ekki sem breskt dótturfélag. 30.4.2010 05:00 Fékk mörghundruð milljóna kúlulán - fasteignir yfirveðsettar Jón Ásgeir Jóhannesson fékk tvö tíu ára kúlulán frá óþekktum aðila í síðasta mánuði, samtals upp á 440 milljónir króna. Lánin eru með veði í tveimur fasteignum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Fasteignirnar eru nú yfirveðsettar. 29.4.2010 18:28 Dögg dæmd til að greiða 300 milljónir Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að kaup Daggar Pálsdóttur, lögmanns og fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og sonar hennar, á stofnfjárbréfum í SPRON fyrir um hálfan milljarð króna, verður ekki rift. 29.4.2010 16:43 Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,52 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,52 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu bréf Marels, sem lækkaði um 1,07 prósent og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi hlutabréfanna fór niður um 0,62 prósent. 29.4.2010 16:36 Vilja að OR upplýsi um orkuverð Borgarráð vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur opinberi allt verð á þeirri orku sem fyrirtækið selur til stóriðju. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Það var Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem flutti tillöguna í borgarráði. 29.4.2010 16:17 Ágæt velta á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 14,4 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 11,1 milljarða kr. viðskiptum. 29.4.2010 15:59 Síminn sektaður um 50 milljónir Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála staðfestir alvarlegt brot Símans gegn fjarskiptafyrirtækinu TSC. Áður hafði Samkeppnisráðið komist að þeirri niðurstöðu að Síminn skyldi greiða 150 milljónir í sekt. 29.4.2010 15:34 Undirrituðu viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar fyrir gagnaver Hafnarfjarðarbær og Titan Global ehf. undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði. Fyrirhugað gagnaver verður allt að 40 þúsund fermetrar að stærð og sú lóð sem því mun tilheyra allt að 54 þúsund fermetrar. 29.4.2010 15:24 Starfsemi Sementsverksmiðjunnar tryggð Starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur verið tryggð með nýju hlutafé frá Björgun ehf. og norska sementsframleiðandanum Norcem AS og fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu Arion banka og Lýsingar. 29.4.2010 15:20 Sameining Flugstoða og Keflavíkurflugvallar kynnt á morgun Nýtt opinbert hlutafélag um sameinaða starfsemi Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. verður kynnt á morgun. 29.4.2010 14:14 VÍ hraunar yfir lífeyriskerfi opinberra starfsmanna "Ljóst má vera að óbreytt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ósjálfbært, þrátt fyrir mun hærra mótframlag atvinnurekenda en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Erfitt er að sjá réttlæti í því að starfsmenn almenna vinnumarkaðarins skuli þurfa að taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda samhliða því að þurfa að standa undir ósjálfbæru lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með auknum skattgreiðslum." 29.4.2010 13:31 Íslandsbanki í mál við stofnfjáreigendur í Eyjafirði Íslandsbanki hefur höfðað mál gegn stofnfjáreigendum í Eyjafirði vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóðí Norðlendinga. Stofnféið aukið á sínum tíma í tengslum við sameiningu við Byr árið 2007. 29.4.2010 12:35 Ný endurreisnaráætlun er í bígerð Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin eigi nú í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um nýja endurreisnaráætlun fyrir efnahags- og atvinnulífið. 29.4.2010 12:20 Matvara og drykkir kynda undir verðbólguna 1% hækkun matvöru og drykkja er helsti hækkunarvaldurinn á bakvið verðbólgumælinguna að þessu sinni og hefur áhrif til 0,17% hækkunar á vísitölu neysluverðs (VNV). Er þar fyrst og fremst um að ræða hækkun á innlendri framleiðslu, sér í lagi grænmeti sem hækkar um ríflega 12% frá marsmánuði. 29.4.2010 12:03 Spkef sparisjóður fær aðild að Kauphallarmörkuðum Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Spkef sparisjóðs um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 29.4.2010 11:20 Útlendingar hafa áhuga á Smáralindinni Töluverður áhugi hefur verið meðal bæði innlendra og erlendra fjárfesta á Smáralindinni síðan að hún komst í eigu dótturfélags Landsbankans, segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. 29.4.2010 10:22 Ný fóðurverksmiðja brátt gangsett á Grundartanga Þessa dagana er verið að prufukeyra vélar nýrrar fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Framleiðsla í verksmiðjunni hefst innan skamms en fyrir helgina var fyrsta kornfarminum landað á Grundartanga. 29.4.2010 10:17 Verðbólgan minnkar í 8,3% Ársverðbólgan mælist nú 8,3% og hefur minnkað um 0,2% prósentustig frá því í mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.4.2010 09:03 Stjórnendur styðja ekki ríkisstjórnina Rúmlega 86% af stjórnendum 300 stærstu fyrirtækja landsins, styðja ekki ríkisstjórnina, samkvæmt skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, og birt er í dag. Aðeins 14% styðja stjórnina, og hér er átt við þá sem tóku afstöðu. 29.4.2010 08:37 Eitt afskrifað lán Gildis hærra en heildariðgjöld ársins Eitt víkjandi lán lífeyrissjóðsins Gildis til Glitnis fyrir hrun bankans var hærra en heildariðgjöld sjóðsfélaga Gildis á síðasta ári. Lánið var upp á 3,69 milljarða kr. og hefur Gildi afskrifað það að fullu. Heildariðgjöldin námu hinsvegar 3,53 milljörðum kr. á síðasta ári. 29.4.2010 08:17 Marel snýr tapi í hagnað í upphafi ársins Hagnaður Marel eftir skatta var 5,6 milljónir evra, eða rúmlega 950 milljónir kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar 7,0 milljón evra tap var á rekstrinum. 29.4.2010 08:09 Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 29.4.2010 05:00 Efnahagsþrengingar setja áfram mark sitt á afkomu Gildis Afkoma Gildis-lífeyrissjóðs árið 2009 var kynnt á mjög fjölmennum ársfundi sjóðsins á Grand hóteli í kvöld, 28. apríl. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að helstu niðurstöður uppgjörs séu eftirfarandi: 28.4.2010 22:55 RÚV: 400 milljóna viðsnúningur Ríkisútvarpið skilaði hagnaði upp á rúmlega 33 milljónir króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs, frá fyrsta september 2009 til loka febrúar í ár. Í tilkynningu frá RÚV segir að þetta sé jákvæður viðsnúningur upp á tæplega 400 milljónir króna miðað við sama tímabil á síðasta rekstrarári, þegar tap félagsins var rúmlega 365 milljónir króna. 28.4.2010 19:23 Nýherji: Heildartekjur svipaðar og í fyrra en heildartap 130 milljónir Heildartekjur Nýherja samstæðunnar námu 3.509 milljónum króna og eru svipaðar og á fyrsta ársfjórðungi 2009 að því er fram kemur í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. EBITDA í ársfjórðungnum nam 35 milljónum króna, en heildartap er 130 milljónir króna. Jákvæð EBITDA er af innlendum rekstri, en erlend starfsemi er í járnum að því er fram kemur í tilkynningu. 28.4.2010 17:26 Sjá næstu 50 fréttir
Farið fram á kyrrsetningu á eignum Stoða Krafa Tollstjóra um kyrrsetningu eigna Stoða var tekin fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá Stoðum segir að skattrannsóknarstjóri hafi farið fram á kyrrsetningu eigna að upphæð 650 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar endurákvörðunar skatta félagsins vegna rekstaráranna 2005-2007. „Stoðir framvísuðu við fyrirtökuna fullnægjandi tryggingum fyrir samsvarandi upphæð í formi reiðufjár, með fyrirvara um lögmæti aðfararinnar,“ segir í tilkynningunni en Stoðir munu krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að kyrrsetningarbeiðninni verði synjað. 30.4.2010 17:36
Bakkabræður hættir í stjórn Exista Bakkabræður, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, hættu í stjórn Exista á framhaldsaðalfundi félagsins sem haldinn var í dag. Þá hættu forstjórar félagsins, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, störfum fyrir félagið auk þess sem þeir sögðu sig úr stjórnum dótturfélaga Exista. 30.4.2010 16:42
Hagnaður Sjóvár nam 317 milljónum Hagnaður Sjóvár af reglulegri starfsemi á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var 317 milljónir fyrir skatta, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem samþykktur var á aðalfundi í dag. 30.4.2010 16:00
Gamma hækkaði um 0,4% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 14,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,5% í 11,5 ma. viðskiptum. 30.4.2010 15:58
Icelandair Group tapaði 10,7 milljörðum í fyrra Icelandair Group tapaði 10,7 milljörðum kr. á síðasta ári en tapið nam 7,5 milljörðum kr. árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu félagsins. 30.4.2010 14:58
Nýr bankastjóri ráðinn um miðjan næsta mánuð Stjórn Landsbanka Íslands væntir þess að ráðningu nýs bankastjóra ljúki um miðjan næsta mánuð. Þetta kom fram á aðalfundi Landsbankans í morgun. 30.4.2010 14:31
Trefjar afhenda Sérferðum nýjan hvalaskoðunarbát Ferðaþjónustan á Íslandi mun nú njóta þess að geta boðið upp á fugla- og hvalaskoðun í splunkunýjum hrað-ferðaþjónustubát sem Trefjar ehf. í Hafnarfirði hafa nú afhent til Sérferða/Puffin Express. Báturinn er afar öflugur enda útbúin 1200 hestafla Volvo Penta vélum og Volvo Penta IPS800 drifrás sem þýðir að afkastageta vélanna er á við 1600 hestafla vélar. 30.4.2010 14:30
Kynnisferðum verður skipt í tvennt í maí Þann 1. maí 2010 verða þær breytingar gerðar hjá Kynnisferðum að fyrirtækinu verður skipt upp í tvennt, Kynnisferðir ehf. og Reykjavik Excursions ehf., en síðara nafnið er enska heitið fyrirtækinu. Tilgangurinn með þessum breytingum er að efla hvora einingu um sig og blása til sóknar á báðum vígstöðvum. 30.4.2010 13:49
Enn dæmir héraðsdómur gengistryggingu ólögmæta Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli Nýja Landsbankans (NBI) gegn Þráni ehf. þar sem fram kemur að dómurinn telur gengistryggingu á láni ólögmæta. Sjálft málið gekk út á kröfu bankans á að bú Þráins ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Því hafnði dómurinn. 30.4.2010 13:38
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30.4.2010 13:07
Fjörkippur á fasteignamarkaði í höfuðborginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 23. apríl til og með 29. apríl 2010 var 56. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en verið hefur að meðaltali undanfarnar 12 vikur en meðaltalið þann tíma er 48 á viku. 30.4.2010 12:35
Álútflutningur aldrei verið meiri í krónum talið Aukið verðmæti útflutnings milli mánaða á sér rót í báðum helstu útflutningsvörum Íslands, sjávarafurðum og áli. Álútflutningur nam 22,6 milljörðum kr. og hefur hann aldrei verið meiri í krónum talið í einum mánuði. Útflutningur sjávarafurða nam 20,5 milljörðum kr. í mars og hefur hann ekki verið meiri í krónum talið frá október síðastliðnum. 30.4.2010 12:12
Veruleg fjölgun samlagsfélaga heldur áfram Áfram fjölgar samlagsfélögum verulega miðað við síðustu ár. Þannig voru alls 45 skráð samlagsfélög í mars en á sama tíma fyrir ári voru þau 8 og þegar litið er tvö ár aftur í tímann voru þau 5. 30.4.2010 11:55
Dalvíkurbyggð rekin með 127 milljóna hagnaði í fyrra Rekstrarniðurstaða Dalvíkurbyggðar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 127 milljónir kr. á árinu 2009 og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 174,8 milljónir kr. 30.4.2010 11:21
Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2010 var 196,5 stig og lækkaði um 2,7% frá febrúar 2010. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 229,4 stig, sem er hækkun um 0,7% (vísitöluáhrif 0,3%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 231,9 stig, lækkaði um 8,0% (-3,0%). 30.4.2010 09:13
Aflaverðmætið jókst um 9% milli ára í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 8 milljörðum króna í janúar 2010 samanborið við 7,3 milljarða í janúar 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 700 milljónir kr. eða 9% á milli ára. 30.4.2010 09:09
Vöruskipti hagstæð um 11,5 milljarða í mars Í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 52,9 milljarða króna og inn fyrir 41,4 milljarða króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,5 milljarða króna. Í mars 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 30.4.2010 09:06
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar en nýskráningum fækkar Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára. Í mánuðum fækkaði nýskráningum félaga um rúmlega 29% milli ára. 30.4.2010 09:04
Fjarðabyggð tapaði yfir hálfum milljarði í fyrra Rekstur Fjarðabyggðar, A og B hluti, skilaði tapi upp á 571 milljón kr. á síðasta ári. Munar þar mestu um um fjármagnsliði. Til samaburðar nam tapið 1,5 milljörðum kr. árið 2008. 30.4.2010 08:59
Eik fasteignafélag tapaði 1,2 milljarði í fyrra Eik fasteignafélag tapaði 1,2 milljörðum kr. á síðasta ári. Velta félagsins var rúmlega 1,7 milljarður króna, sem er 3% lækkun. 30.4.2010 08:47
Kom á óvart að fé var flutt til Íslands Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir að það kom Seðlabanka Íslands á óvart í hve miklum mæli Landsbankinn flutti þann gjaldeyri sem safnaðist á Icesave-reikningnum í Bretlandi heim til Íslands. Hreyfanleiki fjármagnsins innan samstæðunnar var þó hin upphaflega forsenda þess að ákveðið var að reka Icesave sem útibú íslenska móðurfélagsins en ekki sem breskt dótturfélag. 30.4.2010 05:00
Fékk mörghundruð milljóna kúlulán - fasteignir yfirveðsettar Jón Ásgeir Jóhannesson fékk tvö tíu ára kúlulán frá óþekktum aðila í síðasta mánuði, samtals upp á 440 milljónir króna. Lánin eru með veði í tveimur fasteignum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Fasteignirnar eru nú yfirveðsettar. 29.4.2010 18:28
Dögg dæmd til að greiða 300 milljónir Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að kaup Daggar Pálsdóttur, lögmanns og fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og sonar hennar, á stofnfjárbréfum í SPRON fyrir um hálfan milljarð króna, verður ekki rift. 29.4.2010 16:43
Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,52 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,52 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu bréf Marels, sem lækkaði um 1,07 prósent og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi hlutabréfanna fór niður um 0,62 prósent. 29.4.2010 16:36
Vilja að OR upplýsi um orkuverð Borgarráð vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur opinberi allt verð á þeirri orku sem fyrirtækið selur til stóriðju. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Það var Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem flutti tillöguna í borgarráði. 29.4.2010 16:17
Ágæt velta á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 14,4 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 11,1 milljarða kr. viðskiptum. 29.4.2010 15:59
Síminn sektaður um 50 milljónir Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála staðfestir alvarlegt brot Símans gegn fjarskiptafyrirtækinu TSC. Áður hafði Samkeppnisráðið komist að þeirri niðurstöðu að Síminn skyldi greiða 150 milljónir í sekt. 29.4.2010 15:34
Undirrituðu viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar fyrir gagnaver Hafnarfjarðarbær og Titan Global ehf. undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði. Fyrirhugað gagnaver verður allt að 40 þúsund fermetrar að stærð og sú lóð sem því mun tilheyra allt að 54 þúsund fermetrar. 29.4.2010 15:24
Starfsemi Sementsverksmiðjunnar tryggð Starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur verið tryggð með nýju hlutafé frá Björgun ehf. og norska sementsframleiðandanum Norcem AS og fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu Arion banka og Lýsingar. 29.4.2010 15:20
Sameining Flugstoða og Keflavíkurflugvallar kynnt á morgun Nýtt opinbert hlutafélag um sameinaða starfsemi Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. verður kynnt á morgun. 29.4.2010 14:14
VÍ hraunar yfir lífeyriskerfi opinberra starfsmanna "Ljóst má vera að óbreytt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ósjálfbært, þrátt fyrir mun hærra mótframlag atvinnurekenda en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Erfitt er að sjá réttlæti í því að starfsmenn almenna vinnumarkaðarins skuli þurfa að taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda samhliða því að þurfa að standa undir ósjálfbæru lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með auknum skattgreiðslum." 29.4.2010 13:31
Íslandsbanki í mál við stofnfjáreigendur í Eyjafirði Íslandsbanki hefur höfðað mál gegn stofnfjáreigendum í Eyjafirði vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóðí Norðlendinga. Stofnféið aukið á sínum tíma í tengslum við sameiningu við Byr árið 2007. 29.4.2010 12:35
Ný endurreisnaráætlun er í bígerð Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin eigi nú í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um nýja endurreisnaráætlun fyrir efnahags- og atvinnulífið. 29.4.2010 12:20
Matvara og drykkir kynda undir verðbólguna 1% hækkun matvöru og drykkja er helsti hækkunarvaldurinn á bakvið verðbólgumælinguna að þessu sinni og hefur áhrif til 0,17% hækkunar á vísitölu neysluverðs (VNV). Er þar fyrst og fremst um að ræða hækkun á innlendri framleiðslu, sér í lagi grænmeti sem hækkar um ríflega 12% frá marsmánuði. 29.4.2010 12:03
Spkef sparisjóður fær aðild að Kauphallarmörkuðum Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Spkef sparisjóðs um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 29.4.2010 11:20
Útlendingar hafa áhuga á Smáralindinni Töluverður áhugi hefur verið meðal bæði innlendra og erlendra fjárfesta á Smáralindinni síðan að hún komst í eigu dótturfélags Landsbankans, segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. 29.4.2010 10:22
Ný fóðurverksmiðja brátt gangsett á Grundartanga Þessa dagana er verið að prufukeyra vélar nýrrar fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Framleiðsla í verksmiðjunni hefst innan skamms en fyrir helgina var fyrsta kornfarminum landað á Grundartanga. 29.4.2010 10:17
Verðbólgan minnkar í 8,3% Ársverðbólgan mælist nú 8,3% og hefur minnkað um 0,2% prósentustig frá því í mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.4.2010 09:03
Stjórnendur styðja ekki ríkisstjórnina Rúmlega 86% af stjórnendum 300 stærstu fyrirtækja landsins, styðja ekki ríkisstjórnina, samkvæmt skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, og birt er í dag. Aðeins 14% styðja stjórnina, og hér er átt við þá sem tóku afstöðu. 29.4.2010 08:37
Eitt afskrifað lán Gildis hærra en heildariðgjöld ársins Eitt víkjandi lán lífeyrissjóðsins Gildis til Glitnis fyrir hrun bankans var hærra en heildariðgjöld sjóðsfélaga Gildis á síðasta ári. Lánið var upp á 3,69 milljarða kr. og hefur Gildi afskrifað það að fullu. Heildariðgjöldin námu hinsvegar 3,53 milljörðum kr. á síðasta ári. 29.4.2010 08:17
Marel snýr tapi í hagnað í upphafi ársins Hagnaður Marel eftir skatta var 5,6 milljónir evra, eða rúmlega 950 milljónir kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar 7,0 milljón evra tap var á rekstrinum. 29.4.2010 08:09
Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 29.4.2010 05:00
Efnahagsþrengingar setja áfram mark sitt á afkomu Gildis Afkoma Gildis-lífeyrissjóðs árið 2009 var kynnt á mjög fjölmennum ársfundi sjóðsins á Grand hóteli í kvöld, 28. apríl. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að helstu niðurstöður uppgjörs séu eftirfarandi: 28.4.2010 22:55
RÚV: 400 milljóna viðsnúningur Ríkisútvarpið skilaði hagnaði upp á rúmlega 33 milljónir króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs, frá fyrsta september 2009 til loka febrúar í ár. Í tilkynningu frá RÚV segir að þetta sé jákvæður viðsnúningur upp á tæplega 400 milljónir króna miðað við sama tímabil á síðasta rekstrarári, þegar tap félagsins var rúmlega 365 milljónir króna. 28.4.2010 19:23
Nýherji: Heildartekjur svipaðar og í fyrra en heildartap 130 milljónir Heildartekjur Nýherja samstæðunnar námu 3.509 milljónum króna og eru svipaðar og á fyrsta ársfjórðungi 2009 að því er fram kemur í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. EBITDA í ársfjórðungnum nam 35 milljónum króna, en heildartap er 130 milljónir króna. Jákvæð EBITDA er af innlendum rekstri, en erlend starfsemi er í járnum að því er fram kemur í tilkynningu. 28.4.2010 17:26
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent