Viðskipti innlent

Ný fóðurverksmiðja brátt gangsett á Grundartanga

Af hálfu Faxaflóahafna sf. er nú hafinn undirbúningur að lengingu stálþils við höfnina en væntanlega hefjast framkvæmdir við það á næsta ári. Myndin er á vefsíðu Faxaflóahafna.
Af hálfu Faxaflóahafna sf. er nú hafinn undirbúningur að lengingu stálþils við höfnina en væntanlega hefjast framkvæmdir við það á næsta ári. Myndin er á vefsíðu Faxaflóahafna.
Þessa dagana er verið að prufukeyra vélar nýrrar fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Framleiðsla í verksmiðjunni hefst innan skamms en fyrir helgina var fyrsta kornfarminum landað á Grundartanga.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafnar. Þar segir að framkvæmdir Líflands hafa staðið yfir síðan fyrir um ári síðan og hafa gengið vel. Þá hefur Stálsmiðjan hafið framkvæmdir við þjónustuhús á Grundartanga.

Ýmsir hafa sýnt iðnaðarsvæðinu á Grundartanaga áhuga og vonandi skilar það frekari starfsemi á svæði þegar fram líða stundir. Af hálfu Faxaflóahafna sf. er nú hafinn undirbúningur að lengingu stálþils við höfnina en væntanlega hefjast framkvæmdir við það á næsta ári. Áætlað er að lengja viðlegumannvirkin um á.a.g. 200 metra, en um 270 skip koma árlega til Grundartanga.

Þá hefur verið undirbúin gróðuráætlun fyrir svæðið en ætlunin er að ganga frá grænum svæðum og bæta þannig frekar ásýnd svæðisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×