Viðskipti innlent

Síminn sektaður um 50 milljónir

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, hefur staðið í ströngu undanfarið. Nú hefur Síminn verið sektaður um 50 milljónir.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, hefur staðið í ströngu undanfarið. Nú hefur Síminn verið sektaður um 50 milljónir.

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála staðfestir alvarlegt brot Símans gegn fjarskiptafyrirtækinu TSC. Áður hafði Samkeppnisráðið komist að þeirri niðurstöðu að Síminn skyldi greiða 150 milljónir í sekt.

Áfrýjunarnefndin lækkaði þá sekt niður í 50 milljónir. Ástæðan fyrir því er versnandi fjárhagsafkoma Símans og að hugsanlegir tæknilegir annmarkar hafi verið samverkandi þáttur í hluta brotsins.

Úrskurður Samkeppnisráðsins féll árið 2005. TSC er lítið fjarskiptafyrirtæki sem starfar á norðanverðu Snæfellsnesi. TSC byggði á því að Síminn hefði beitt fyrirtækið ólögmætum viðskiptahindrunum og hindrað samkeppni, meðal annars með hindrunum á aðgangi að flutningskerfi Símans vegna dreifingar á sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins (Skjár 1).

Telur áfrýjunarnefndin einnig að háttsemi Símans hafi verið neytendum til tjóns.

Áfrýjunarnefndin felldi hinsvegar úr gildi fyrirmæli sem Samkeppniseftirlitið hafði beint til Símans til þess að bæta samkeppnisstöðu minni keppinauta þar sem nefndin taldi að fyrirmælin féllu ekki undir þá heimild sem stuðst var við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×