Viðskipti innlent

Fjörkippur á fasteignamarkaði í höfuðborginni

Heildarveltan í vikunni var 1.692 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,2 milljónir króna.
Heildarveltan í vikunni var 1.692 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,2 milljónir króna.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 23. apríl til og með 29. apríl 2010 var 56. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en verið hefur að meðaltali undanfarnar 12 vikur en meðaltalið þann tíma er 48 á viku.

Þessar upplýsingar koma fram í vikulegu yfirliti frá Fasteignaskrá Íslands. Þar segir að heildarveltan í vikunni var 1.692 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,2 milljónir króna. Þessar upphæðir eru einnig hærri en meðaltal síðustu 12 vikna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 90 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 101 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,2 milljónir króna.

Á sama tíma var 2 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 35 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,6 milljónir króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×