Viðskipti innlent

Trefjar afhenda Sérferðum nýjan hvalaskoðunarbát

Högni Bergþórsson tæknilegur framkvæmdastjóri Trefja og þeir Friðfinnur Hjörtur Hinriksson framkvæmdastjóri og Magnús Kr.Guðmundsson flotastjóri Sérferða.
Högni Bergþórsson tæknilegur framkvæmdastjóri Trefja og þeir Friðfinnur Hjörtur Hinriksson framkvæmdastjóri og Magnús Kr.Guðmundsson flotastjóri Sérferða.

Ferðaþjónustan á Íslandi mun nú njóta þess að geta boðið upp á fugla- og hvalaskoðun í splunkunýjum hrað-ferðaþjónustubát sem Trefjar ehf. í Hafnarfirði hafa nú afhent til Sérferða/Puffin Express. Báturinn er afar öflugur enda útbúin 1200 hestafla Volvo Penta vélum og Volvo Penta IPS800 drifrás sem þýðir að afkastageta vélanna er á við 1600 hestafla vélar.

Í tilkynningu segir að reiknað er með að tilkoma bátsins sem hefur fengið nafnið Rósa muni skipta miklu enda er með bátnum hægt að komast á skoðunarsvæðin fyrr en áður.

„Hvalaskoðun hefur aukist gríðarlega á Íslandi síðustu ár og er staðan sú í dag að hvalaskoðun er nánast skylda fyrir þá ferðamenn sem hingað koma. Títt er að ferðamenn bóki túr í hvalaskoðun og komi svo við í landi og panti sér jafnvel hvalsteik í kvöldmat.

Með Rósu ætti túrinn í kvöldmatinn að vera orðin mun styttri en áður. Rósa er útbúin afar öflugum Volvo Penta vélum og nær báturinn miklum hraða. Við prófanir, þar sem báturinn er þó ekki full lestaður, hefur hann náð upp undir 32 mílur. Það verður að teljast gott fyrir 15 metra bát af þessari gerð.

Báturinn verður gerður út frá Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í sumar," segir í tilkyningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×