Viðskipti innlent

Verðbólgan minnkar í 8,3%

Ársverðbólgan mælist nú 8,3% og hefur minnkað um 0,2% prósentustig frá því í mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Á vefsíðunni segir að síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári (11,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl er 363,8 stig og hækkaði um 0,25% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,9 stig og hækkaði hún um 0,26% frá mars.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% (vísitöluáhrif 0,17%).














Fleiri fréttir

Sjá meira


×